Nýr framhaldsskóli á grunni MA og VMA Einar Sveinbjörnsson skrifar 10. september 2023 08:00 Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Akureyri Framhaldsskólar Tengdar fréttir Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35 Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01 Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í stað þess að sameina Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri væri upplagt að leggja skólana niður og stofna nýjan framhaldsskóla á grunni þeirra beggja. Það var mikil glíma fyrir nærri 100 árum að koma Menntaskólanum á Akureyri á koppinn. Fjölmargir töldu það hreinan óþarfa og eyðslusemi að reka annan menntaskóla í landinu, en þann sem fyrir var í Reykjavík. Menntaskólinn á Akureyri opnaði um áratuga skeið leið ungmenna, ekki síst af Norðurlandi að háskólamenntun. Fyrir um 50 árum varð síðan næsta bylting í framhaldsnámi með tilkomu fjölbrautaskólanna og þar á meðal VMA. Með þeim lauk sérstakri aðgreiningu verknáms og bóknáms. Útbúið var kerfi af framsýnu skólafólki sem þá var í fararbroddi, þar sem hægt var í áfangakerfi að flytja nám á milli skóla og námsleiða. Vissulega hefur orðið þróun í skólastarfi samfara hröðum breytingum í samfélaginu. En það breytir því ekki að bæði MA og VMA eru starfræktir eftir kerfi sem heyrir mikið til liðinni tíð. Akureyringar eru í kjörstöðu að stofna og móta nýjan skóla í framhaldsnámi alveg frá grunni. Skóla sem horfir á þarfir samtímans fyrir nám og starfsval. Sjálfur er ég ekki þess megnugur að segja til um það hvernig slíkur skóli ætti að vera. Nema aðeins því leyti að hann þarf að vera allt öðruvísi en sá skóli sem ég stundaði nám í fyrir um 40 árum (Flensborgarskólinn í Hafnarfirði). Kalla á saman nemendur, starfsfólk skólanna, áhugafólk um nýjungar í skólastarfi og skólaþróun. Fá að borðinu hugmyndir úr öllum áttum um alveg nýjan framhaldsskóla. Hann yrði í senn frumlegur, sveigjanlegur og framsýnn. Eins nægjanlega fjölmennur til að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda. Þannig gæti Akureyri staðið enn frekar undir sínu merki að vera skólabær. Hinn nýi skóli þarf alls ekki að vera á forræði ríkisins. Sjálfseignarstofnun kæmi til greina með rekstrarsamning við ríkið. Mörg farsæl dæmi eru um slíkt rekstrarform. Á sínum tíma gerði það gerði mikið fyrir fremur staðnaðan Háskóla Íslands, að fá þá ferska vinda sem fylgdu stofnum Háskólans á Akureyri og síðar Bifröst og Háskóla Reykjavíkur. Framhaldskólastiginu veitir ekki af ferskum vindum með nýrri hugsun og skipulagi sem mætir betur þörfum fjölmenningarsamfélags og áskorunum framtíðar. Þó margar góðar breytingar hafi vitanlega orðið á sjálfu náminu, innihaldi þess og námsmati á undanförnum áratugum, er framhaldsskólastigið dálítið staðnað í forminu að mínu mati. Ein stærsta breytingin frá fjölbrautaskólabyltingunni upp úr 1970, er innleiðing 3ja anna skólaárs í sumum skólanna og hins vegar þegar námið var stytt í 3 ár fyrir örfáum árum. Sú formbreyting var afar umdeild eins og menn þekkja. Maður skilur samt vel nostalgíu fyrrverandi nemenda, einkum í MA. Fólk verður nefnilega óskaplega íhaldssamt þegar kemur að skólamálum, þeir miðaldra halda fast í minningar sínar og vilja ekki sjá hróflað við þeirra “glansmynd”. Skólakerfið er hins vegar, eins og samfélagið allt á fleygiferð og það má ekki undir neinum kringumstæðum dragast aftur úr eða staðna. Verum óhrædd við breytingar – Ég skora á Akureyringa og Norðlendinga að grípa þennan bolta frá stjórnvöldum skrefinu lengra og taka raunverulegt frumkvæði í framþróun framhaldsskólans. Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um menntun og skóla.
Kennarafélag MA alfarið á móti sameiningu Kennarafélag Menntaskólans á Akureyri er alfarið á móti sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Félagið segir skýrslu starfshóps um málið fulla af þversögnum. Hún hafi verið unnin án samráðs við starfsfólk og nemendur. Skorað er á ráðherra að falla frá áformunum. 8. september 2023 18:35
Umboðsmaður sendir Ásmundi bréf vegna sameiningar Umboðsmaður barna hefur sent Ásmundi Einari Daðasyni, mennta-og barnamálaráðherra bréf vegna sameiningar Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar. Óskar umboðsmaður eftir upplýsingum um það hvort mat hafi verið lagt á bestu hagsmuni barna og hvort nemendur hafi fengið að koma sjónarmiðum á framfæri. 8. september 2023 13:01
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun