„Þá sprakk bara veggurinn“ Vésteinn Örn Pétursson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 11. september 2023 21:14 Átta manns voru í innri sal Pure Deli þegar veggurinn gaf sig og reyk tók að streyma inn í rýmið. Vísir/Margrét Björk Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli. „Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín. Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
„Við sátum þarna í innri salnum að bíða eftir matnum okkar. Svo byrjaði að koma brunaboð úr reykskynjaranum og allt pípti og pípti. Við skildum ekkert hvaða læti þetta voru og töluðum við þann sem var að gera pizzurnar fyrir aftan okkur og spurði hvort þetta væri eðlilegt hljóð,“ segir Kristín Ingólfsdóttir sem var inni á staðnum Pure Deli í fimm manna hópi. „Svo kom bara eins og það væri brestur og við hugsuðum að vatnskerfið væri farið í gang. Þá stóðum við upp og ætluðum að drífa okkur út. Þá sprakk bara veggurinn. Við hlupum út með reykinn fyrir aftan okkur.“ Fréttamaður hitti Kristínu fyrir við staðinn, þar sem hún var komin til að skila hnífapörum sem hún hafði í óðagotinu kippt með sér. „Það kom bara svartur reykur. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en við sáum þegar það byrjaði að skjótast af veggnum. Maður vissi ekkert hvað var í gangi. Íslendingar eru svo rólegir, þeir sitja alltaf bara kyrrir þótt það sé allt í gangi.“ Hún segir þá að fleiri viðskiptavinir hafi verið í innri salnum. „Við sátum sex við borðið, í innri salnum, og svo voru tveir aðrir þar. En hitt fólkið var allt frammi. Ég tók ekki eftir þessum tveimur en þeir hlupu bara út á sama tíma og við.“ Fólk hafi stokkið til og fært bíla sína til að greiða leið viðbragðsaðila að staðnum. „En ótrúlegt samt hvað allir voru rólegir. Einhverjir ætluðu að hlaupa aftur inn og ná í símana sína, en það var auðvitað ekkert í boði,“ segir Kristín.
Slökkvilið Kópavogur Tengdar fréttir Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Sjá meira
Eldur í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi Slökkvilið berst nú við eld í iðnaðarhúsnæði í Urðarhvarfi í Kópavogi. 11. september 2023 19:27