Kynfræðsla- hvað felst í henni? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar 12. september 2023 11:01 Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Síðustu daga og vikur hefur borið á mikilli umræðu á samfélagsmiðlum um kynfræðslu, hvað sé kennt, hvernig, hvenær og af hverjum. Umræðan hefur mikið snúist um það að börn séu ekki hólpin í skólunum, af hendi skólans séu þau kynnt fyrir klámi og í grófustu tilfellunum að kennararnir séu í raun að undirbúa þau fyrir það að verða fórnarlömb kynferðisofbeldis. Umræðan hefur of mikið stýrst af upphrópunum, fordómum og rangfærslum og í verstu tilfellunum nýtt í það að reyna að koma höggi á ákveðna þjóðfélagshópa. Undirrituð hefur sinnt kynfræðslu síðasta áratuginn, bæði til nemenda á grunnskólastigi, fagfólks og foreldra. Kennslan er byggð á markmiðum aðalnámskrár grunnskóla sem og skýrslu WHO um viðmið í kynfræðslu. Þrátt fyrir þrálátan misskilning er hvergi í þeirri skýrslu lögð áhersla á kennslu í kynlífsathöfnum, þar með talið sjálfsfróun eða öðru. Kynfræðsla nútímans byggir á kenningum alhliða kynfræðslu frekar en hræðsluáróðri fyrri tíma þar sem áhersla var lögð á kynsjúkdóma og meðvitað, eða ómeðvitað, skömm þeirra sem stunduðu kynlíf. Alhliða kynfræðsla byggir á því að nemendur fái kynfræðslu frá unga aldri, fyrst byggist hún á fræðslu um samskipti og sjálfsmynd og eftir því sem nemendur þroskast og verða eldri verður kynheilbrigði stærri hluti. Eins og í öllu námi á hinseginleikinn að vera sýnilegur, kynfræðsla er þar ekki undanskilin. Margir skólar og sveitarfélög hafa farið þá leið að fá Samtökin 78 til að sinna þeirri fræðslu enda fá betur til þess fallin. Sú fræðsla fjallar þó einungis um hinseginleikann, ekki kynfræðslu sem slíka. Sú fræðsla er nauðsynleg öllum skólasamfélögum, ekki bara vegna þeirra nemenda sem falla undir regnbogann, heldur samfélagsins alls. Kynhneigð og kynvitund verður nefnilega ekki kennd, hvort heldur sem er af hendi fræðara frá Samtökunum, kennurum eða öðrum sem telja sig til þess fallin. Samfélagið þarf að fræðast til að útrýma fordómum og að allir finni sig tilheyra. Markmið kynfræðslu í grunnskólum er að nemendur fái fordómalausa fræðslu, frá öruggum heimildum. Þau geti þannig leitað til aðila sem þau treysta og fengið svör við þeim spurningum sem brenna á þeim. Því fer nefnilega fjarri að nemendum í grunnskóla séu kenndar kynlífsathafnir eða þau hvött til kynferðislegra athafna með fullorðnum. Nemendur fræðast um mikilvægi samþykkis sem veitt er af fúsum og frjálsum vilja og að þau megi stundi það kynlíf sem þau kjósa, þegar þau hafi aldur til. Markmiðið er einmitt að nemendur séu betur í stakk búin til að bregðast við kynferðisofbeldi, þau séu ólíklegri til að beita kynferðisofbeldi, svo ekki sé minnst á það markmið að fólki líði vel í eigin skinni. Upphrópanir síðustu daga meiða, þau meiða ekki bara það fólk sem sinnir fræðslunni af heilindum, heldur einnig þá nemendur sem loks upplifa það öryggi innan skólans að vera samþykkt. Ég hvet því fólk til að kanna á réttum stöðum hvað er kennt í kynfræðslu í stað þess að reiða sig á misáreiðanlegar upplýsingar í sundurklipptum póstum á samfélagsmiðlum. Í grunnskólum er nemendum kennt að hlaupa ekki eftir óáreiðanlegum upplýsingum og ég veit að mörg sem hafa tjáð sig á neikvæðan hátt um kyn- og hinseginfræðslu hafa fulla burði til að læra það líka. Höfundur er kennari.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun