Eldgosin upphaf elda á Reykjanesskaganum Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 11:56 Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn. Síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir tíu dögum seinna. vísir/vilhelm Enn og aftur mælist landris á Reykjanesskaga. Aflögunin er þó enn svo lítil að hún mælist ekki á gervitunglamyndum. Síðasta eldgosi lauk fyrir rúmum mánuði en stærsti skjálftinn á Reykjanesskaga frá goslokum var síðasta sunnudag. Hann var 3,8 að stærð. Á Reykjanesskaga er nú aftur merki um landris. Það kemur fram í umfjöllun á vef Veðurstofunnar og að landrisið sé á svipuðum stað og gosið í sumar, við Litla-Hrút. Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 3,4 klukkan rétt rúmlega sjö. Á vef Veðurstofunnar segir að talið sé að eldgosin á Reykjanesskaga séu upphaf elda og hafa vísindamenn líkt þeim við Kröfluelda 1975-84 en þá rann hraun ofanjarðar níu sinnum á tímabilinu með tilheyrandi landrisi, -sigi og jarðskjálftum. Í frétt Veðurstofunnar segir að aflögunin sem nú mælist sé enn of lítil til að hún sjáist á gervitunglamyndum og að líklegast sé um að ræða langtímaviðvörun. „Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú. Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn og síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir 10 dögum síðar. Nú bendir til að um leið og gosinu lauk voru komin merki um áframhaldandi þenslu,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að viðvarandi skjálftavirkni sé á Reykjanesskaganum en að hún afmarkist við vestasta hluta Reykjaness, Svartsengi, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti frá goslokum var á sunnudag og var að stærð 3,8. Upptök hans voru 2,5 kílómetrum vestan við Kleifarvatn. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Tengdar fréttir Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18 Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Á Reykjanesskaga er nú aftur merki um landris. Það kemur fram í umfjöllun á vef Veðurstofunnar og að landrisið sé á svipuðum stað og gosið í sumar, við Litla-Hrút. Skjálftahrina hófst á Reykjaneshrygg, um þrjátíu kílómetra suðvestur af Reykjanestá um kvöldmatarleytið í gær. Stærsti skjálftinn í hrinunni var um 3,4 klukkan rétt rúmlega sjö. Á vef Veðurstofunnar segir að talið sé að eldgosin á Reykjanesskaga séu upphaf elda og hafa vísindamenn líkt þeim við Kröfluelda 1975-84 en þá rann hraun ofanjarðar níu sinnum á tímabilinu með tilheyrandi landrisi, -sigi og jarðskjálftum. Í frétt Veðurstofunnar segir að aflögunin sem nú mælist sé enn of lítil til að hún sjáist á gervitunglamyndum og að líklegast sé um að ræða langtímaviðvörun. „Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú. Síðasta gos hófst við Litla-Hrút 10. júlí síðastliðinn og síðast sást virkni í gígnum 5. ágúst og var goslokum lýst yfir 10 dögum síðar. Nú bendir til að um leið og gosinu lauk voru komin merki um áframhaldandi þenslu,“ segir í frétt Veðurstofunnar. Þar kemur einnig fram að viðvarandi skjálftavirkni sé á Reykjanesskaganum en að hún afmarkist við vestasta hluta Reykjaness, Svartsengi, Fagradalsfjall og Kleifarvatn. Stærsti jarðskjálfti frá goslokum var á sunnudag og var að stærð 3,8. Upptök hans voru 2,5 kílómetrum vestan við Kleifarvatn.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Vogar Tengdar fréttir Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18 Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20. ágúst 2023 11:18
Aflýsa hættustigi vegna gossins við Litla-Hrút Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa hættustig almannavarna vegna eldgossins sem hófst við Litla-Hrút niður á óvissustig. 11. ágúst 2023 13:55