Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta-og menningarmálaráðherra, innleiddi stuðningsaðgerðir til einkarekinna fjölmiðla fyrst árið 2018. Þá nam stuðningurinn 400 milljónum á ári.
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2024 kemur fram að breytingin á stuðningnum nú nemi 360 milljónum króna. Gert er ráð fyrir því að hann nemi nú 727,2 milljónum króna og er um að ræða helmingshækkun.
Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð rúmir 6,9 milljarðar króna og hækkar um 661,6 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa-og verðlagsbreytingum sem nema 7 milljónir króna.
Gert er ráð fyrir því að 6,1 milljarður fari í rekstrarframlög til Ríkisútvarpsins. 97,2 milljónir í rekstur Fjölmiðlanefndar. Að því er segir í frumvarpinu nemur tap Ríkisútvarpsins vegna reksturs árið 2023 164 milljónum króna.