Ný þjóðarhöll mun aldrei rísa árið 2025 Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 11:31 Gunnar Einarsson er formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum Vísir/Samsett mynd Ljóst er að ný þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir mun ekki rísa árið 2025 líkt og stefnt hafði verið að. Hægt hefur verið á verkefninu og segist Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll, nú vonast til að þjóðarhöll verði risin í fyrsta lagi í árslok 2026. Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli. Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira
Í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2024 er lagt til að eitt hundrað milljón króna framlag til undirbúnings framkvæmda vegna Þjóðarhallar verði fellt niður. Gunnar, sem fer fyrir framkvæmdanefndar um þjóðarhöll í innanhússíþróttum, segir það ekki hafa áhrif á starf nefndarinnar. „Varðandi þessar eitt hundrað milljónir þá er ég ekki alveg kunnugur því en við skiluðum af okkur frumathugun í desember árið 2022 um þjóðarhöll og fengum þá heimild fyrir því að vinna áfram að verkefninu eftir það. Við höfum verið með í undirbúningi forvalsgögn, samkeppnislýsingu, tækni- og rýmislýsingu ásamt öðru.“ Viljayfirlýsing ríkis og borgar, um að ráðast í byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal, var undirrituð þann 6. maí árið 2022. Kom þar fram að stefnt yrði að því að framkvæmdum myndi ljúka árið 2025. Nú sé beðið eftir formlegri niðurstöðu ríkisins um næstu skref. „Til að mynda um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar í þessari framkvæmd og heimild til þess að auglýsa samkeppni sem við erum með gögn tilbúin fyrir. Við gætum þess vegna auglýst þá samkeppni í byrjun október. Það er ekkert því til fyrirstöðu, af okkar hálfu, að auglýsa samkeppnina. Þá er deiliskipulagið klárt.“ Rís í fyrsta lagi í árslok 2026 Hann les ekkert í tillöguna í fjárlagafrumvarpi næsta árs um að fella niður þær eitt hundrað milljónir sem áttu að fara í undirbúning framkvæmdarinnar. „Ég les ekkert í það sérstaklega því við erum með nægt fé í það út þetta ár sem og árið 2024. Það voru settar í þetta eitt hundrað milljónir frá Reykjavíkurborg og aðrar eitt hundrað milljónir frá ríkinu á sínum tíma. Við erum bara að vinna með þá fjármuni í undirbúningsvinnu okkar og þurfum ekkert meira fé en það til þess að geta auglýst samkeppnina.“ Miðast áætlanir enn við það að ný þjóðarhöll rísi árið 2025? „Nei, við erum að horfa á lengri tíma en það. Það var hægt örlítið á verkefninu á meðan að menn voru að ná áttum. Við vissulega stefndum á árslok 2025 en ég gæti trúað því, með því að auglýsa samkeppnina núna í október, að ný þjóðarhöll gæti risið í árslok 2026 eða upphaf ársins 2027.“ Þannig að í lok ársins 2026 gæti ný þjóðarhöll verið risin? „Ég geri mér vonir um það en svo getur alltaf eitthvað komið upp á leiðinni. Við bíðum eftir þessari formlegu niðurstöðu ríkisins núna.“ Laugardalshöllin á undanþágu Landslið Íslands í hand- og körfubolta hafa verið að leika heimaleiki sína í Laugardalshöllinni undanfarin ár á undanþágum. Sérsamböndin hér á landi, HSÍ og KKÍ hafa þurft að sækja um leyfi til þess að spila í höllinni sem uppfyllir ekki þær nútímakröfur sem gerðar eru til leikstaða á alþjóðagrundvelli.
Fjárlagafrumvarp 2024 Ný þjóðarhöll Borgarstjórn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Handbolti Körfubolti Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Sjá meira