Adding a #FIFAWWC winner into the mix
— Manchester United Women (@ManUtdWomen) September 14, 2023
Welcome to United, Irene Guerrero #MUWomen
Guerrero kemur til United frá Atlético Madrid þar sem hún lék á síðasta tímabili. Hún er uppalin hjá Real Betis og lék með liðinu til 2020. Guerrero lék svo með Levante í tvö ár áður en hún fór til Atlético.
HIn 26 ára Guerrero var í spænska landsliðinu sem varð heimsmeistari í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Hún hefur leikið sextán landsleiki og skorað fjögur mörk.
Guerrero, sem er miðjumaður, er sjötti leikmaður sem United fær fyrir tímabilið. Áður voru Evie Rabjohn, Gemma Evans, Geyse, Emma Watson og Hinata Miyazawa komnar til félagsins. Sú síðastnefnda var markahæst á HM.
United endaði í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur leik á þessu tímabili gegn Aston Villa 1. október.