Þurfa að greiða fyrir tímann sem starfsmaður varði í flugvél Jón Þór Stefánsson skrifar 15. september 2023 16:11 Ferðirnar sem málið varðar áttu sér stað árið 2018 þegar maðurinn fór í nokkur skipti til og frá Íslandi til Ísrael og Sádí Arabíu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur viðurkennt að starfsmaður hafi átt að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Maðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða manninum fimm milljónir vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Í dómi sínum bendir Landsréttur á forsendur héraðsdóms í málinu. Héraðsdómur hélt því fram að almennt teljist ferðir til og frá vinnu ekki til vinnutíma. Annað eigi þó við um löng ferðalög til fjarlægra landi sem eigi sér stað að kröfu vinnuveitandans. Maðurinn hafi verið að sinna skyldum sínum í þágu vinnuveitanda síns og í öllum tilvikum hafi verið um verulegan ferðatíma og ferðalög að ræða sem tengdust ekki hefðbundinni starfsstöð hans hér á landi Uppfært - 16:30 Í samtali við Vísi segist Eyjólfur ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er auðvitað ótrúlega fordæmisgefandi mál. Þetta snýst ekkert um mig persónulega, heldur snertir þetta fjöldan allan af fólki,“ segir hann. Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Maðurinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til þess að greiða manninum fimm milljónir vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt mannsins til launa voru honum dæmdar 3.6 milljónir. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Óumdeilt er í málinu að Eyjólfur hafi farið í umræddar ferðir og að þær hafi verið vegna vinnu hans hjá Samgöngustofu. Í dómi sínum bendir Landsréttur á forsendur héraðsdóms í málinu. Héraðsdómur hélt því fram að almennt teljist ferðir til og frá vinnu ekki til vinnutíma. Annað eigi þó við um löng ferðalög til fjarlægra landi sem eigi sér stað að kröfu vinnuveitandans. Maðurinn hafi verið að sinna skyldum sínum í þágu vinnuveitanda síns og í öllum tilvikum hafi verið um verulegan ferðatíma og ferðalög að ræða sem tengdust ekki hefðbundinni starfsstöð hans hér á landi Uppfært - 16:30 Í samtali við Vísi segist Eyjólfur ánægður með niðurstöðuna. „Þetta er auðvitað ótrúlega fordæmisgefandi mál. Þetta snýst ekkert um mig persónulega, heldur snertir þetta fjöldan allan af fólki,“ segir hann.
Fréttir af flugi Dómsmál Samgöngur Vinnumarkaður Kjaramál Rekstur hins opinbera Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira