Arnar eftir sigur á Stjörnunni: Alltaf ánægður að vinna og halda hreinu Kári Mímisson skrifar 17. september 2023 22:30 Arnar Grétarsson og Sigurður Heiðar Höskuldsson á hliðarlínunni. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur með 2-0 sigur liðsins á Stjörnunni í Bestu deild karla í knattspyrnu nú í kvöld. Liðin leika í efri úrslitakeppni deildarinnar og með sigrinum styrktu Valsarar stöðu sína í 2. sæti. „Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
„Maður er náttúrulega alltaf ánægður að vinna og halda hreinu sem er líka plús. Þetta var bara erfiður leikur, alvöru leikur með tveimur góðum liðum að spila og ég er bara mjög sáttur með að hafa náð í þessi þrjú stig. Gott að byrja þetta á sigri og halda í ákveðna fjarlægð frá þessu þriðja sæti,“ sagði Arnar strax eftir leik. Valur komst yfir með góðu marki frá Birki Heimissyni í fyrri hálfleik en Stjarnan sótti stíft síðustu 20 mínútur leiksins á meðan Valur varðist á 11 mönnum. Arnar segir honum hafi ekki liðið vel í 1-0. „Manni lýður náttúrulega aldrei vel með 1-0, það er alveg klárt. Stjarnan þrýsti okkur svolítið niður síðustu tíu mínúturnar og náði að skapa hættu nokkrum sinnum. En ég er bara ánægður eins og ég segi að halda þetta út og halda hreinu marki. Það er alltaf jákvætt og eitthvað til að byggja á en við erum í smá basli með að spila út frá markmanni, höfum verið mjög góðir í því en erum aðeins í vandræðum þar núna. Vinnusemin í liðinu og dugnaðurinn er eitthvað sem ég er virkilega ánægður með.“ Valsarar vildu fá víti þegar það virtist sem svo að boltinn hafi farið í höndina á Örvari Loga Örvarssyni innan teigs. Arnar telur að þetta hafi átt að vera víti en tekur það þó fram að hann sé ekki dómari og að það sé ekkert við þessu að segja. „Ég held að við höfum átt að fá víti í stöðunni 1-0 og hefðum því getað klárað leikinn svolítið fyrr. Stundum falla hlutir með þér og stundum ekki. Frá okkar sjónarhorni þá leit þetta þannig út að þetta hafi farið í höndina á honum, hann var með höndina vel til hliðar. Við fengum svo staðfestingu á því að boltinn hafi verið í höndina á honum. Þeir (dómararnir) meta það þannig að hann hafi verið með hana í eðlilegri stöðu en menn verða líka að átta sig á því að það er verið að gefa fyrir og þú getur verið að stoppa dauðafæri. Það er annað ef þú ert með höndina alveg upp við þig en ekki út frá þér. Mér finnst þetta vera klárt víti en ég er ekki dómari, þeir taka þarna ákvörðun og það er ekkert við því að segja þó maður verði smá æstur þarna en það er ekkert meira en það.“ Valur fer vestur í bæ í næstu umferð þar sem liðið mætir erkifjendum sínum í KR. Valur hefur átt góðu gengi að fagna í undanförnum leikjum gegn KR og því má reikna með að KR-ingar mæti klárir í þann leik. En hvernig leggjast erkifjendurnir í Arnar? „Ég er nú ekkert byrjaður að hugsa um það. Ég horfi á KR spila gegn Víking á miðvikudaginn og skoðum þá þar. Við þekkjum þá ágætlega búnir að spila við þá nokkrum sinnum, vorum með þeim í Lengjubikarnum og svo tvisvar í deildinni. Býst við alvöru leik þar. KR er í þeirri stöðu eins og næstum því öll liðin í þessum efri hluta að vera að keppa um Evrópusæti eftir að fjórða sætið kom inn þannig að ég held að þeir eigi eftir að koma dýrvitlausir inn í leikinn gegn Víking og svo gegn okkur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira