Mikill meirihluti landsmanna studdi ekki aðgerðirnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2023 13:34 Elissa Bijou í tunnu í mastri hvalveiðiskips Hvals í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Vilhelm Sjö af hverjum tíu landsmönnum studdu ekki aðgerðir tveggja mótmælenda sem hlekkjuðu sig við mastur tveggja hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn fyrr í september. Yngra fólk var frekar fylgjandi mótmælum en það eldra. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup. Þar kemur fram að rúmlega þrír af hverjum tíu sem tóku afstöðu til könnunarinnar hafi stutt aðgerðirnar. Fjórtán prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu. Fólk undir fertugu studdi aðgerðirnar helst en annars var fólk ólíklegra til að styðja þær eftir því sem það er eldra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins studdu aðgerðirnar frekar en íbúar landsbyggðirnar. Fólk með meiri menntun var líklegra til að styðja aðgerðirnar en fólk með minni menntun. Þau sem kysu Pírata voru líklegust til að styðja aðgerðirnar en þau sem kysu Miðflokkinn ólíklegust. Niðurstöðurnar í Þjóðarpúlsi Gallup. Mótmælendurnir Anahita Babei og Elissa Bijou voru upp í mastri Hvals 8 og Hvals 9 í 33 klukkustundir áður en þær komu niður. Hvalur hf. hefur kært þær til lögreglu fyrir mótmæli sín. Í framhaldinu lögðu Hvalur 8 og Hvalur 9 á miðin. Matvælastofnun stöðvaði í liðinni viku veiðar Hvals 8 tímabundið vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Við eftirlit MAST hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. Var dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum síðar. Skip við bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði.Vísir/Egill Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir orsökina liggja í bilun á spili hvalveiðiskipsins. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Skoðanakannanir Hvalveiðar Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. 14. september 2023 21:59 Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup. Þar kemur fram að rúmlega þrír af hverjum tíu sem tóku afstöðu til könnunarinnar hafi stutt aðgerðirnar. Fjórtán prósent aðspurðra tóku ekki afstöðu. Fólk undir fertugu studdi aðgerðirnar helst en annars var fólk ólíklegra til að styðja þær eftir því sem það er eldra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins studdu aðgerðirnar frekar en íbúar landsbyggðirnar. Fólk með meiri menntun var líklegra til að styðja aðgerðirnar en fólk með minni menntun. Þau sem kysu Pírata voru líklegust til að styðja aðgerðirnar en þau sem kysu Miðflokkinn ólíklegust. Niðurstöðurnar í Þjóðarpúlsi Gallup. Mótmælendurnir Anahita Babei og Elissa Bijou voru upp í mastri Hvals 8 og Hvals 9 í 33 klukkustundir áður en þær komu niður. Hvalur hf. hefur kært þær til lögreglu fyrir mótmæli sín. Í framhaldinu lögðu Hvalur 8 og Hvalur 9 á miðin. Matvælastofnun stöðvaði í liðinni viku veiðar Hvals 8 tímabundið vegna alvarlegra brota á velferð dýra. Við eftirlit MAST hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýr „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. Var dýrið ekki skotið aftur fyrr en 29 mínútum síðar. Skip við bryggju í hvalstöðinni í Hvalfirði.Vísir/Egill Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir orsökina liggja í bilun á spili hvalveiðiskipsins. Skutull hafi hæft langreyðina skammt ofan við skilgreint marksvæði, við það hafi dýrið særst og farið á kaf. Þegar áhöfn hafi farið að hífa inn línu sem fest var við skutulinn hafi krókur losnað og slegist utan í spilið, með þeim afleiðingum að það festist. Þá hafi hvorki verið hægt að hífa né slaka og dýrið því synt utan skotfæris á meðan áhöfn reyndi að gera við spilið með því að skera hlíf utan af því með slípirokk. Þá segir Kristján að eftirlitsmaður á vegum MAST um borð í skipinu hafi tekið atburðarásina upp á farsíma sinn. Sá hafi ýmist þysjað inn eða út þannig að svo virtist að hvalurinn væri af og til innan skotfæris. Svo hafi alls ekki verið þar sem línan hafi verið allt of löng og ómögulegt að draga hana inn eða sigla nær dýrinu. Þessa atburðarás segir Kristján starfsmönnum MAST ómögulegt að skilja. Hefði verið siglt að hvalnum hefði línan mögulega getað endað í skrúfu skipsins og hvalurinn þannig sloppið særður. Það væri varla vilji Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Skoðanakannanir Hvalveiðar Reykjavík Mótmæli í tunnum Hvals 8 og 9 Tengdar fréttir Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. 14. september 2023 21:59 Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49 Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Hvalur 8 getur haldið til veiða aftur eftir innleiðingu úrbóta Hvalur 8 fær ekki að halda aftur út til veiða nema úrbætur verði innleiddar sem tryggi að ekki líði langt á milli skota, þurfi að skjóta oftar en einu sinni. Veiðar skipsins voru stöðvaðar tímabundið í dag. 14. september 2023 21:59
Hvalur 8 og Hvalur 9 báðir á landleið með nýveidda hvali Báðir hvalbátarnir eru núna á leið til hafnar í Hvalfirði með nýveidda hvali, sem skotnir voru í dag. Hvalur 8 er væntanlegur að bryggju í hvalstöðinni í nótt með eina langreyði. Hvalur 9 er svo væntanlegur þangað í fyrramálið með tvær langreyðar. Eftir því sem fréttastofa kemst næst veiddi áhöfn Hvals 8 sinn hval fyrir hádegi. 14. september 2023 18:49
Þingmenn fjögurra flokka vilja banna hvalveiðar Þingmenn stjórnarandstöðu vilja banna hvalveiðar og hafa lagt fram frumvarp þess efnis. Lagt er til að hvalir verði færðir undir verndarvæng villidýralaga í frumvarpinu. 14. september 2023 18:35