Fékk millinafnið svo hún yrði ekki önnur Edda Björgvins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2023 20:00 Edda útilokar ekki að hún muni einn daginn feta í fótspor föður síns Björgvins Franz í leiklistinni. Kvikmyndataka heillar hana mest. Edda Lovísa Björgvinsdóttir segir því hafa fylgt ákveðin pressa að bera nafn ömmu sinnar Eddu Björgvinsdóttur. Foreldrar hennar hafi gefið henni millinafnið Lovísa ef ske kynni að nafnið væri of stórt til að bera. Hún segir fjölskylduna hafa átt erfitt með OnlyFans ferilinn í upphafi og segist Edda stefna á kvikmyndagerð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Edda Lovísa er gestur. Edda ræðir þar æskuna, hvernig það var að alast upp í einni þekktustu leiklistarfjölskyldu Íslands, árin á OnlyFans og reynsluna af miðlinum sem varð til þess að hún hætti. „Það var litríkt og ég tek allskonar kúltúr úr því,“ segir Edda um það hvernig var að alast upp á heimili þeirra Björgvins Franz Gíslasonar og Berglindar Ólafsdóttur og vera í þokkabót barnabarn tveggja þekktustu leikara Íslands þeirra Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. „Að alast upp í leikhúsi var ákveðin stemning. Það eina sem mér fannst leiðinlegt var að ég gat ekki verið í friði með pabba mínum. Þegar við fórum í sund þá komu krakkar upp að okkur og kölluðu „Björgvin Franz!“ og ég man að mér fannst það mjög leiðinlegt,“ segir Edda á léttum nótum. Hún segist hafa verið mjög náin afa sínum Gísla Rúnari, sem lést árið 2020. Hún sakni hans mjög og það sé skrítið þegar sorg manns sé á allra vörum. „Það er svolítið skrítið. Þetta er persónulegt, og svo mikið svona okkar en ekki ykkar. Á einum tímapunkti fannst mér þetta skrítið en á öðrum tímapunkti fannst mér þetta fallegt. Að það væri fólk að syrgja með okkur og fleiri en bara við og vita að hann hafi verið elskaður af öðrum. Það var líka mjög fallegt.“ Edda Lovísa saknar afa síns Gísla Rúnars mjög. Hér er hún með honum og Ladda á góðri stundu. Telur sig hafa fengið bílpróf út á nafnið Edda segist vera handviss um að hún ætli sér að vinna við kvikmyndagerð í framtíðinni, þó hún útiloki ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar í leiklistinni. „Ég loka ekki á neitt. Þegar þetta er mest megnið af fjölskyldunni þá er erfitt að taka ekki inn það sem þau eru að gera,“ segir Edda á léttum nótum. Hvað með grínið? Nú er amma þín mögulega fyndnasta kona landsins? „Hundrað prósent. Allan daginn. Að bera nafnið hennar er mjög ógnvekjandi. Ég held ég leyfi henni bara að vera fyndni grínistinn og kannski ver ég bara Edda Björgvinsdóttir, kvikmyndatökukona.“ Eðli málsins samkvæmt var Edda Björgvins himinlifandi með nöfnu sína Eddu Lovísu eins og Séð og heyrt fjallaði um á sínum tíma. Fannstu fyrir pressu, að heita Edda? „Já, ég fann fyrir því. Fólk var mikið að segja mér að ég ætti nöfnu. En foreldrar mínir gáfu mér nafnið Lovísu ef mér skyldi finnast Edda Björgvins of þungt. „Þú getur alltaf farið í Edda Lovísa ef þú vilt ekki hitt.“ Edda segir það vera mikil forréttindi að bera nafn ömmu sinnar og nefnir sem dæmi að líklega hafi hún fengið bílpróf út á nafnið. „Ég fór í bílprófið og prófdómarinn sá nafnið og spurði hvort ég ætti nöfnu. Svo töluðum við um þetta og allt í einu sagði hann mér að taka bara beygju inn, við værum búin,“ segir Edda hlæjandi. Þurftirðu ekki einu sinni að bakka? „Ekkert að bakka. Hann sagði bara að bílprófið væri búið og bað mig um að segja hæ við ömmu mína.“ Mikil spenna fyrst Edda, sem er hætt á OnlyFans, segir að þegar hún hafi byrjað á OnlyFans árið 2020 hafi verið mikil spenna í fjölskyldunni hennar. Það hafi aðallega verið meðal eldri fjölskyldumeðlima. „Þetta var erfitt fyrir eldra fólkið í fjölskyldunni. Skiljanlega. Sem ég skildi alveg. Þau voru bara hrædd um mig. Það var enginn vondur við mig, það voru allir mjög góðir við mig en ég var að hræða ömmur og afa og frænkur og frænda.“ Edda segir sína nánustu fjölskyldumeðlimi hafa sýnt sér mikinn skilning þegar hún byrjaði á OnlyFans. Edda segir málið aldrei hafa verið rætt beint við sig. Hún hafi bara vitað af umtalinu og segir hún að vera sín á miðlinum hafi haft neikvæð áhrif á tengsl sín við suma í fjölskyldunni. „En það voru sumir sem maður var kannski ekkert alveg það náinn,“ segir Edda. Allir sínir nánustu hafi sýnt sér mikinn stuðning. Spennan í fjölskyldunni hafi aðallega verið í byrjun. „Þá var þetta líka svo nýtt. Ég held ég hafi verið þriðja stelpan á Íslandi til að byrja á OnlyFans og þau kannski föttuðu ekki hvað ég væri beint að gera en svo róaðist þetta og svo varð þetta ekkert mál restina af tímanum sem ég var á OnlyFans.“ Horfa má á viðtalið við Eddu Lovísu í Einkalífinu á Vísi í heild sinni hér. Einkalífið Ástin og lífið Tengdar fréttir Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Edda Lovísa er gestur. Edda ræðir þar æskuna, hvernig það var að alast upp í einni þekktustu leiklistarfjölskyldu Íslands, árin á OnlyFans og reynsluna af miðlinum sem varð til þess að hún hætti. „Það var litríkt og ég tek allskonar kúltúr úr því,“ segir Edda um það hvernig var að alast upp á heimili þeirra Björgvins Franz Gíslasonar og Berglindar Ólafsdóttur og vera í þokkabót barnabarn tveggja þekktustu leikara Íslands þeirra Eddu Björgvinsdóttur og Gísla Rúnars Jónssonar. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. „Að alast upp í leikhúsi var ákveðin stemning. Það eina sem mér fannst leiðinlegt var að ég gat ekki verið í friði með pabba mínum. Þegar við fórum í sund þá komu krakkar upp að okkur og kölluðu „Björgvin Franz!“ og ég man að mér fannst það mjög leiðinlegt,“ segir Edda á léttum nótum. Hún segist hafa verið mjög náin afa sínum Gísla Rúnari, sem lést árið 2020. Hún sakni hans mjög og það sé skrítið þegar sorg manns sé á allra vörum. „Það er svolítið skrítið. Þetta er persónulegt, og svo mikið svona okkar en ekki ykkar. Á einum tímapunkti fannst mér þetta skrítið en á öðrum tímapunkti fannst mér þetta fallegt. Að það væri fólk að syrgja með okkur og fleiri en bara við og vita að hann hafi verið elskaður af öðrum. Það var líka mjög fallegt.“ Edda Lovísa saknar afa síns Gísla Rúnars mjög. Hér er hún með honum og Ladda á góðri stundu. Telur sig hafa fengið bílpróf út á nafnið Edda segist vera handviss um að hún ætli sér að vinna við kvikmyndagerð í framtíðinni, þó hún útiloki ekki að feta í fótspor fjölskyldunnar í leiklistinni. „Ég loka ekki á neitt. Þegar þetta er mest megnið af fjölskyldunni þá er erfitt að taka ekki inn það sem þau eru að gera,“ segir Edda á léttum nótum. Hvað með grínið? Nú er amma þín mögulega fyndnasta kona landsins? „Hundrað prósent. Allan daginn. Að bera nafnið hennar er mjög ógnvekjandi. Ég held ég leyfi henni bara að vera fyndni grínistinn og kannski ver ég bara Edda Björgvinsdóttir, kvikmyndatökukona.“ Eðli málsins samkvæmt var Edda Björgvins himinlifandi með nöfnu sína Eddu Lovísu eins og Séð og heyrt fjallaði um á sínum tíma. Fannstu fyrir pressu, að heita Edda? „Já, ég fann fyrir því. Fólk var mikið að segja mér að ég ætti nöfnu. En foreldrar mínir gáfu mér nafnið Lovísu ef mér skyldi finnast Edda Björgvins of þungt. „Þú getur alltaf farið í Edda Lovísa ef þú vilt ekki hitt.“ Edda segir það vera mikil forréttindi að bera nafn ömmu sinnar og nefnir sem dæmi að líklega hafi hún fengið bílpróf út á nafnið. „Ég fór í bílprófið og prófdómarinn sá nafnið og spurði hvort ég ætti nöfnu. Svo töluðum við um þetta og allt í einu sagði hann mér að taka bara beygju inn, við værum búin,“ segir Edda hlæjandi. Þurftirðu ekki einu sinni að bakka? „Ekkert að bakka. Hann sagði bara að bílprófið væri búið og bað mig um að segja hæ við ömmu mína.“ Mikil spenna fyrst Edda, sem er hætt á OnlyFans, segir að þegar hún hafi byrjað á OnlyFans árið 2020 hafi verið mikil spenna í fjölskyldunni hennar. Það hafi aðallega verið meðal eldri fjölskyldumeðlima. „Þetta var erfitt fyrir eldra fólkið í fjölskyldunni. Skiljanlega. Sem ég skildi alveg. Þau voru bara hrædd um mig. Það var enginn vondur við mig, það voru allir mjög góðir við mig en ég var að hræða ömmur og afa og frænkur og frænda.“ Edda segir sína nánustu fjölskyldumeðlimi hafa sýnt sér mikinn skilning þegar hún byrjaði á OnlyFans. Edda segir málið aldrei hafa verið rætt beint við sig. Hún hafi bara vitað af umtalinu og segir hún að vera sín á miðlinum hafi haft neikvæð áhrif á tengsl sín við suma í fjölskyldunni. „En það voru sumir sem maður var kannski ekkert alveg það náinn,“ segir Edda. Allir sínir nánustu hafi sýnt sér mikinn stuðning. Spennan í fjölskyldunni hafi aðallega verið í byrjun. „Þá var þetta líka svo nýtt. Ég held ég hafi verið þriðja stelpan á Íslandi til að byrja á OnlyFans og þau kannski föttuðu ekki hvað ég væri beint að gera en svo róaðist þetta og svo varð þetta ekkert mál restina af tímanum sem ég var á OnlyFans.“ Horfa má á viðtalið við Eddu Lovísu í Einkalífinu á Vísi í heild sinni hér.
Einkalífið Ástin og lífið Tengdar fréttir Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00 Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sjá meira
Edda Lovísa hætt á OnlyFans eftir hótanir og eigið markaleysi Edda Lovísa Björgvinsdóttir er hætt að framleiða klám á OnlyFans. Hún segist ekki geta farið lengur ein niðrí bæ og þá hefur hún þurft að flytja eftir að áskrifandi á síðunni komst að því hvar hún átti heima. Hún segist hafa verið hætt að virða eigin mörk. 21. september 2023 10:00