Í kvöldfréttum kíkjum við á afmælishátíð Bergsins headspace sem fór fram í dag með pompi og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Ungar stúlkur sem nýttu sér þjónustu Bergsins segja mikilvægt fyrir ungt fólk að eiga stað sem þennan að.
Heitar umræður sköpuðust um frumvarp um bann hvalveiða, sem var kynnt á Alþingi í dag. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti því yfir að frumvarpið væri illa ígrundað og sakaði flutningsmenn frumvarpsins um rangfærslur í greinargerð með frumvarpinu.
Við kíkjum í heimsókn til grænmetisbænda sem keppast nú við að taka grænmetið upp áður en frystir.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.