Heimta gögnin til baka og að vinnu verði eytt Árni Sæberg skrifar 22. september 2023 06:38 Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri G. Run við málverk af foreldrum sínum, sem stofnuðu fyrirtækið á sínum tíma. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjávarútvegsfyrirtækið G. Run í Grundarfirði hefur farið fram á það við Samkeppniseftirlitið að stofnunin skili öllum þeim gögnum sem fyrirtækið afhenti í tengslum við úttekt á stjórnunar- og eignatengslum í sjávarútvegi. Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra. Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu en það hefur bréf til Samkeppniseftirlitsins undirritað af Guðmundi Smára Guðmundssyni, framkvæmdastjóra G. Run, undir höndum. Þar segir að í bréfinu sé þess krafist að öll gögn og allar upplýsingar verði afhentar fyrirtækinu auk þess að allri vinnu, sem eftirlitið hefur þegar unnið upp úr gögnunum, verði eytt. Að öðrum kosti líti fyrirtækið svo á að eftirlitið hafi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála að engu. Greint var frá því í vikunni að nefndin hefði úrskurðað að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar til fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum við rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. „Við þekkjum Svandísi“ Morgunblaðið hefur eftir Guðmundi Smára að fyrirtækið hafi gagnrýnt vinnubrögð samkeppnisyfirvalda og matvælaráðherra frá því að vinnan hófst. „Við þekkjum Svandísi og vitum nákvæmlega hvert hún ætlar að fara,“ er haft eftir honum. Hún sé í sinni pólitík en það sé fyrir neðan allar hellur að „apparat eins og Samkeppniseftirlitið“ taki þátt í þeirri pólitík ráðherra.
Samkeppnismál Sjávarútvegur Grundarfjörður Tengdar fréttir Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50 Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50 Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Sjá meira
Segir Svandísi beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum Formaður Miðflokksins sakar matvælaráðherra um að beita ríkisstofnunum sem pólitískum einkaherdeildum sínum. Ráðherra segist einungis hafa viljað flýta fyrir auknu gagnsæi sjávarútvegarins. 21. september 2023 11:50
Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. 20. september 2023 11:50
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13