Pabbi Ramsdales skaut fast á Carragher: „Til skammar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2023 08:00 Jamie Carragher snerti viðkvæma taug hjá föður Aarons Ramsdale. vísir/getty Faðir Aarons Ramsdale, markvarðar Arsenal, var ekki sáttur við ummæli Jamies Carragher, sparkspekings á Sky Sports, um son sinn. Ramsdale hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Arsenal til Davids Raya. Spánverjinn hefur byrjað síðustu þrjá leiki Arsenal og stóð milli stanganna þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær. Í kjölfar þess að Raya varði frábærlega frá Brennan Johnson í fyrri hálfleik beindust myndavélarnar að Ramsdale sem klappaði fyrir spænska markverðinum og brosti. Carragher gerði viðbrögð Ramsdales að umtalsefni eftir leikinn og gerði grín að þeim. „Mér fannst þetta vera eins og á Óskarsverðlaununum þegar einhver vinnur ekki og klappar fyrir og brosir fyrir sigurvegaranum. Ég hló þegar ég sá þetta. Hann var í alvöru miður sín yfir þessu,“ sagði Carragher. Þessi ummæli gömlu Liverpool-hetjunnar fóru ekki vel í föður Ramsdales, Nick, sem lét Carragher heyra það á Twitter. „Þú ert til skammar!! Sýndu smá klassa!! Strákurinn minn gerði það,“ skrifaði pabbinn. Fyrir viðureignina gegn Spurs sagðist Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa ákveðið að nota Raya vegna þess hvernig hann vildi spila í leiknum. Arteta hefur áður sagt að hann ætli að skipta leikjum á milli Rayas og Ramsdales. Arsenal er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir sex umferðir. Enski boltinn Tengdar fréttir „Við elskum allir Jorginho“ Mikel Arteta var ekki tilbúinn að gagnrýna Jorginho vegna mistaka hans sem leiddu til jöfnunarmarks Tottenham gegn Arsenal í dag. 24. september 2023 22:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Ramsdale hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Arsenal til Davids Raya. Spánverjinn hefur byrjað síðustu þrjá leiki Arsenal og stóð milli stanganna þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í gær. Í kjölfar þess að Raya varði frábærlega frá Brennan Johnson í fyrri hálfleik beindust myndavélarnar að Ramsdale sem klappaði fyrir spænska markverðinum og brosti. Carragher gerði viðbrögð Ramsdales að umtalsefni eftir leikinn og gerði grín að þeim. „Mér fannst þetta vera eins og á Óskarsverðlaununum þegar einhver vinnur ekki og klappar fyrir og brosir fyrir sigurvegaranum. Ég hló þegar ég sá þetta. Hann var í alvöru miður sín yfir þessu,“ sagði Carragher. Þessi ummæli gömlu Liverpool-hetjunnar fóru ekki vel í föður Ramsdales, Nick, sem lét Carragher heyra það á Twitter. „Þú ert til skammar!! Sýndu smá klassa!! Strákurinn minn gerði það,“ skrifaði pabbinn. Fyrir viðureignina gegn Spurs sagðist Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafa ákveðið að nota Raya vegna þess hvernig hann vildi spila í leiknum. Arteta hefur áður sagt að hann ætli að skipta leikjum á milli Rayas og Ramsdales. Arsenal er í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir sex umferðir.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Við elskum allir Jorginho“ Mikel Arteta var ekki tilbúinn að gagnrýna Jorginho vegna mistaka hans sem leiddu til jöfnunarmarks Tottenham gegn Arsenal í dag. 24. september 2023 22:00 Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
„Við elskum allir Jorginho“ Mikel Arteta var ekki tilbúinn að gagnrýna Jorginho vegna mistaka hans sem leiddu til jöfnunarmarks Tottenham gegn Arsenal í dag. 24. september 2023 22:00