Verjendur óánægðir með kaffiskort Árni Sæberg skrifar 25. september 2023 15:46 Lögmannaskarinn í Gullhömrum er kaffiþyrstur. Vísir/Vilhelm Á þriðja tug lögmanna eru saman komnir til þess að verja skjólstæðinga sína í Bankastrætis Club málinu svokallaða í veislusalnum Gullhömrum í dag. Skipuleggjendur aðalmeðferðarinnar virðast hafa gleymt að hella upp á kaffi, verjendum til mikils ama. Aðalmeðferðin í dag er með óvenjulegasta móti, enda var ekkert pláss fyrir alla þá sem þurfa að vera viðstaddir hana í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur. Það hefur lítil áhrif haft á framgang mála, utan smávægilegra tæknilegra örðugleika í morgun. Verjendur hafa hins vegar verið í stökustu vandræðum með að verða sér úti um kaffi, sem allir vita að er mikilvægt hjálpartæki lögmannsins. Einhverjir hafa brugðið á það ráð að rölta yfir á skyndibitastaðinn KFC, allavega einn enn þá í lögmannsskikkjunni. Aðrir hafa farið í verslun á jarðhæðinni og fengið sér koffíndrykki í dós. Málið tekið til skoðunar Skömmu eftir hlé, sem væri undir venjulegum kringumstæðum kallað kaffihlé, tilkynnti dómari málsins, Sigríður Hjaltested, að kaffimálið hefði verið tekið til skoðunar. Það verði vonandi komið í lag á morgun en ekki sé ljóst hvort kaffi verði í boði hússins. Þá spurði einn verjenda hvort hún hefði ákveðið það eða úrskurðað um það. Það uppskar hlátur meðal lögmanna og annarra viðstaddra, enda vísun í ágreining milli dómara og þriggja lögmanna í morgun. Ákveðið var í morgun að fjölmiðlum væri ekki heimilt að fjalla um efni skýrslutaka fyrr en að þeim öllum loknum. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Aðalmeðferðin í dag er með óvenjulegasta móti, enda var ekkert pláss fyrir alla þá sem þurfa að vera viðstaddir hana í húsnæði Héraðsdóms Reykjavíkur. Það hefur lítil áhrif haft á framgang mála, utan smávægilegra tæknilegra örðugleika í morgun. Verjendur hafa hins vegar verið í stökustu vandræðum með að verða sér úti um kaffi, sem allir vita að er mikilvægt hjálpartæki lögmannsins. Einhverjir hafa brugðið á það ráð að rölta yfir á skyndibitastaðinn KFC, allavega einn enn þá í lögmannsskikkjunni. Aðrir hafa farið í verslun á jarðhæðinni og fengið sér koffíndrykki í dós. Málið tekið til skoðunar Skömmu eftir hlé, sem væri undir venjulegum kringumstæðum kallað kaffihlé, tilkynnti dómari málsins, Sigríður Hjaltested, að kaffimálið hefði verið tekið til skoðunar. Það verði vonandi komið í lag á morgun en ekki sé ljóst hvort kaffi verði í boði hússins. Þá spurði einn verjenda hvort hún hefði ákveðið það eða úrskurðað um það. Það uppskar hlátur meðal lögmanna og annarra viðstaddra, enda vísun í ágreining milli dómara og þriggja lögmanna í morgun. Ákveðið var í morgun að fjölmiðlum væri ekki heimilt að fjalla um efni skýrslutaka fyrr en að þeim öllum loknum.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Reykjavík Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13 Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34 Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Skýrslutökur hefjast í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu svokallaða hefst í veislusalnum Gullhömrum í dag. Á þriðja tug manna hafa stöðu sakbornings og búist er við því að á annað hundrað verði viðstaddir aðalmeðferðina. 25. september 2023 09:13
Segir atburðarásina hafa þróast út í múgæsingu Maður á fertugsaldri sem er meðal ákærðu í Bankastræti Club-málinu svokallaða neitar því staðfastlega að vera ofbeldismaður og segist ekki hafa haft í hyggju að fara inn hið örlagaríka kvöld þegar hópur veittist að þremur mönnum á skemmtistaðnum. 13. september 2023 07:34
Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu fer fram í veislusal Aðalmeðferð í Bankastræti Club-málinu svokallaða mun fara fram í veislusal í veitingahúsinu Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík. Sakborningar í málinu eru á þriðja tug og því er ekki hægt að halda aðalmeðferði í dómshúsinu að Lækjartorgi. 9. júní 2023 20:27