Hinn 26 ára gamli Dembélé samdi við París Saint-Germain í sumar eftir að hafa verið á mála hjá Barcelona síðan 2017. Dembélé kostaði PSG 50 milljónir evra eða rúma sjö milljarða íslenskra króna.
Þrátt fyrir að vera nýgenginn í raðir félagsins virðist þá virðist sem PSG sé þegar farið að íhuga að losa sig við Dembélé sem hefur byrjað tímabilið í Frakklandi heldur hægt.
Á vef ESPN er greint frá því að Dembélé sé orðaður við Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United en liðin eiga það öll sameiginlegt að spila í ensku úrvalsdeildinni og vera staðsett í Lundúnum.
Þar kemur einnig fram að liðin þrjú séu tilbúin að taka leikmanninn á láni ef PSG ákveður að losa sig tímabundið við hann.
Talið er að PSG stefni á að festa kaup á Rodrygo hjá Real Madríd vari svo að Kylian Mbappé fari til Madrídar. Frakklandsmeistararnir gætu þó sótt Rodrygo fyrr ákveði liðið að losa sig við Dembélé.
Dembélé hefur tekið þátt í sex leikjum með PSG á leiktíðinni án þess að skora en hefur gefið eina stoðsendingu.