Liverpool 2.0 minnir hann á bestu lið Jürgens Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2023 09:31 Jürgen Klopp með Mohamed Salah eftir sigurinn á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. AP/Jon Super Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool gekk í gegnum miklar breytingar í sumar og miðjunni var nánast skipt út í heilu lagi. Byrjun liðsins í ensku úrvalsdeildinni lofar góðu fyrir framhaldið. Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Shay Given, fyrrum markvörður í ensku úrvalsdeildinni og sérfræðingur Match of the Day 2 hjá breska ríkisútvarpinu líst líka vel á það sem er í gangi á Anfield þessa dagana. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Given skrifaði pistil um frábæra byrjun Liverpool sem hefur náð í sextán stig af átján mögulegum í fyrstu sex leikjum tímabilsins. Klopp kallar sjálfur liðið sitt Liverpool 2.0 og er að setja saman lið fullt af ungum leikmönnum sem ættu að eiga sín bestu ár í boltanum eftir. Sér mikla breytingu í ár Síðasta tímabil reyndi á Klopp og stuðningsmenn. Hann var enn með ferska fætur fremst á vellinum til að pressa en miðjan réð engan veginn við það að fylgja þeim eftir. Liðin spiluðu sig því hvað eftir í gegnum slitna miðju og vörnin var í sífelldum vandræðum. Given sér mikla breytingu á þessu í ár og sér meira af þessum þungarokksfótbolta sem Klopp er alltaf að tala um og skilaði honum sigri í ensku úrvalsdeildinni og sigri í Meistaradeildinni. Þurfti á andlitslyftingu að halda „Jürgen Klopp er búinn að endurhanna liðið sitt og kallar það Liverpool 2.0 og þegar maður horfir á þá spila þá minnir það mig á hvernig bestu Liverpool liðin hans hafa spilað. Liverpool þurfti svo sannarlega á andlitslyftingu að halda í sumar af því að á síðasta ári höfðu margir leikmenn liðsins ekki lappirnar í að spila Klopp boltann,“ skrifar Shay Given. Liverpool 2.0 reminds me of Jurgen Klopp s best Reds teams - Shay Given analysis https://t.co/hRv085PbNc pic.twitter.com/ipt2meIOIV— Duduza Moyo (@soccer411) September 25, 2023 „Liverpool er að pressa út um allan völl og þeir hafa yngri, hraustari og ferskari miðju sem hefur spilað stórt hlutverk í að við sjáum meira af þessum þungarokksfótbolta,“ skrifar Given. Given bendir á það að miðjan í sigrinum á móti West Ham hafi verið skipuð þeim Dominik Szoboszlai, Alexis Mac Allister og Curtis Jones en saman eru þeir með meðalaldur undir 23 ára. Langt frá því að vera fullkomið „Nýja liðið er auðvitað langt frá því að vera fullkomið. Þeir eru enn ósigraðir í ensku úrvalsdeildinni og aðeins Manchester City er fyrir ofan þá í töflunni. Vandamálin eru aðallega í vörninni og þeir þurfa að þétta raðirnar þar,“ skrifar Given. Given hrósar Darwin Nunez og skilur vel af hverju hann sé svona elskaður af stuðningsmönnum félagsins og þá telur hann það mjög mikilvægt að Mohamed Salah var ekki seldur til Sádí Arabíu þrátt fyrir risatilboð. Hann telur líka að það muni hjálpa Liverpool að vera að keppa í Evrópudeildinni en ekki í hinni krefjandi Meistaradeild. Það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira