„Fólk var farið að öskra“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2023 23:20 Guðmundur Ingi vonast til þess að rútufyrirtækið sem og stjórnvöld bregðist við vegna málsins. Aðstandandi farþega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Landmannalauga og Reykjavíkur með farþega frá Ferðafélagi Íslands, vill að stjórnvöld skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Farþegar hafi verið í áfalli vegna slæms aksturslags rútubílstjórans. Hann segir farþegum hafa verið boðin áfallahjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta. „Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“ Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Konan mín var um borð í þessari rútu og hringir í mig alveg í taugaáfalli. Ég hringdi bara á lögregluna og bað þá um að taka hann,“ segir Guðmundur Ingi Skúlason, bifvélavirkjameistari og deildarstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Guðmundur Ingi birti myndband sem einn farþeganna í rútunni tók á samfélagsmiðlinum Facebook. Rútan fór frá Landmannalaugum til Reykjavíkur síðastliðinn sunnudag. Hann segir ferðalagið hafa verið miklu verra en myndbandið gefi til kynna. Hann segir lögregluna hafa skoðað rútuna og látið þar við sitja. „Ferðafélag Íslands bauð farþegum rútunnar hreinlega upp á áfallahjálp, farþegum var sendur fjöldapóstur. Mér finnst þetta galið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um umferðaröryggi, ef að bíllinn hefði farið á hliðina.“ Guðmundur segir farþega hafa verið einstaklega skelkaða. Fjórir hafi ákveðið að yfirgefa rútuna á Landvegamótum og tveir á Selfossi vegna ökulagsins. Hann segir ljóst að rútubílstjórinn hafi ekki haft neina stjórn á rútunni. „Einn farþegi grét víst bara í langan tíma og fólk var farið að öskra. Þetta var svona martröð. Ég tók á móti konunni minni og fólk var bara í losti. Einn sagði við mig að hann héldi að þetta væri sitt síðasta, að hann myndi deyja þarna. Þú verður náttúrulega skíthræddur þegar þú ert í rútu sem sikk sakkar ítrekað þvert yfir veginn.“ Segir viðbrögðin hafa verið fálát Hann segist hafa leitað viðbragða hjá rútufyrirtækinu, SBA. Þau hafi verið fálát. Vísir hefur leitað viðbragða hjá fyrirtækinu vegna málsins. „Þeim fannst þetta ekkert óeðlilegt og vildu í rauninni ekkert við mig ræða. Ég bað þá um að skoða bílinn en þau vildu ekkert aðhafast fyrst það varð ekkert slys. Viðbrögðin pirra mig, af því að ef það hefði orðið slys á Landveginum þá hefði verið mjög langt fyrir viðbragðsaðila að fara.“ Guðmundur Ingi hefur setið í stjórn Bílgreinasambandsins, keyrt rútur í hjáverkum og segir að sér finnist vanta stórlega upp á eftirlit með rútubílstjórum. „Mér finnst bara galið að það sé ekkert eftirlit. Ég ræddi við rútubílstjórann og honum fannst ekkert óeðlilegt við þetta. Ég vil að það sé vakin athygli á þessu, að viðkomandi fyrirtæki bregðist við og að stjórnvöld fari að skoða málið. Þetta er einhvern veginn alveg galið.“
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Umferðaröryggi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira