Gistiskýli fyrir heimilislaust flóttafólk verður í Borgartúni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 18:30 Gylfir Þór segir mikla þörf fyrir neyðarskýlið. Skýlið verður opið frá 17 síðdegis til 10 á morgnanna fram í maí. Vísir/Einar Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Teymisstjóri hjá Rauða krossinum segir mikla þörf á úrræðin. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tilkynnti í morgun um að hafa samið við Rauða krossins um að útlendingar, sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt lengur á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði. „Þetta er með sama fyrirkomulagi og neyðarskýlin eru fyrir aðra heimilislausa. Þessi hópur sem er, að mati ríkisins, réttindalaus hér á landi er kennitölulaus og fær þar af leiðandi ekki gistingu í neyðarskýlunum. Þetta er þar af leiðandi neyðarskýli ætlað þeim hópi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson teymisstjóri hjá Rauða krossinum. „Fólk getur komið þarna inn klukkan fimm á daginn og þarf að vera farið út klukkan tíu á morgnana.“ Leitað til margra félagasamtaka undanfarna mánuði Úrræðið verður staðsett í Borgartúni en verið er að ganga frá samningum um það. Gylfi segir að Rauði krossinn viti af reynslunni að svona úrræði geti þurft að stækka mjög hratt og það hafi verið til hliðsjónar við val á húsnæði. Staða þessa hóps hefur verið mjög óviss hingað til frá því að ný útlendingalög voru samþykkt á alþingi síðasta vetur. Fjöldi hjálparsamtaka hefur undanfarnar vikur varað við því að mannúðarkrísa sé í uppsiglingu í landinu vegna heimilislauss flóttafólks. „Fólk í þessari stöðu hefur verið að leita til margra félagasamtaka að undanförnum vikum og mánuðum. Þörfin er til staðar, einhverjir hafa verið að koma til okkar og við höfum fylgst með. Öll þessi félagasamtök hafa verið í góðu samtali frá því að þessi lög tóku gildi og við verðum það áfram,“ segir Gylfi. Vetur framundan og viðbrögð í samræmi Nú er komin lausn á málinu, allavega tímabundin, en samið var við Rauða krossinn um að annast verkefnið fram í maí. „Ef framkvæmd laganna verður áfram eins og hún er í dag þá verður einhvers konar þörf áfram. En það er ómögulegt að segja, það er undir stjórnvöldum komið,“ segir Gylfi. „Við erum allavega að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi. Það er að koma vetur, það er að kólna. Fólk er á götunni. Við því verður að bregðast og við erum að því.“ Samband íslenskra sveitarfélaga mjög ósátt Samband íslenskra sveitarfélaga lýsti síðdegis yfir miklum vonbrigðum og algerri andstöðu við „einhliða“ aðgerðum ráðherrans. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að ráðherra hafi boðað fulltrúa sambandsins á fund í morgun og hann tilkynnt að hann hefði sent sveitarfélögum tilmæli vegna aðstoðar til þessa hóps. Jafnframt hefði hann gert breytingar á reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. „Stjórn sambandsins ítrekar þá afstöðu sem sambandið hefur talað fyrir undanfarnar vikur um að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd, skv. útlendingalögum,“ segir í yfirlýsingunni. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. 27. september 2023 12:01 Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið tilkynnti í morgun um að hafa samið við Rauða krossins um að útlendingar, sem hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt lengur á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði. „Þetta er með sama fyrirkomulagi og neyðarskýlin eru fyrir aðra heimilislausa. Þessi hópur sem er, að mati ríkisins, réttindalaus hér á landi er kennitölulaus og fær þar af leiðandi ekki gistingu í neyðarskýlunum. Þetta er þar af leiðandi neyðarskýli ætlað þeim hópi,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson teymisstjóri hjá Rauða krossinum. „Fólk getur komið þarna inn klukkan fimm á daginn og þarf að vera farið út klukkan tíu á morgnana.“ Leitað til margra félagasamtaka undanfarna mánuði Úrræðið verður staðsett í Borgartúni en verið er að ganga frá samningum um það. Gylfi segir að Rauði krossinn viti af reynslunni að svona úrræði geti þurft að stækka mjög hratt og það hafi verið til hliðsjónar við val á húsnæði. Staða þessa hóps hefur verið mjög óviss hingað til frá því að ný útlendingalög voru samþykkt á alþingi síðasta vetur. Fjöldi hjálparsamtaka hefur undanfarnar vikur varað við því að mannúðarkrísa sé í uppsiglingu í landinu vegna heimilislauss flóttafólks. „Fólk í þessari stöðu hefur verið að leita til margra félagasamtaka að undanförnum vikum og mánuðum. Þörfin er til staðar, einhverjir hafa verið að koma til okkar og við höfum fylgst með. Öll þessi félagasamtök hafa verið í góðu samtali frá því að þessi lög tóku gildi og við verðum það áfram,“ segir Gylfi. Vetur framundan og viðbrögð í samræmi Nú er komin lausn á málinu, allavega tímabundin, en samið var við Rauða krossinn um að annast verkefnið fram í maí. „Ef framkvæmd laganna verður áfram eins og hún er í dag þá verður einhvers konar þörf áfram. En það er ómögulegt að segja, það er undir stjórnvöldum komið,“ segir Gylfi. „Við erum allavega að bregðast við þeirri stöðu sem er uppi. Það er að koma vetur, það er að kólna. Fólk er á götunni. Við því verður að bregðast og við erum að því.“ Samband íslenskra sveitarfélaga mjög ósátt Samband íslenskra sveitarfélaga lýsti síðdegis yfir miklum vonbrigðum og algerri andstöðu við „einhliða“ aðgerðum ráðherrans. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að ráðherra hafi boðað fulltrúa sambandsins á fund í morgun og hann tilkynnt að hann hefði sent sveitarfélögum tilmæli vegna aðstoðar til þessa hóps. Jafnframt hefði hann gert breytingar á reglugerð um fjárhagsaðstoð sveitarfélaga. Reglurnar sem ráðuneytið hefur breytt eru nr. 520/2021 og settar á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í þeim er kveðið á um aðstoð sveitarfélaga, í sérstökum tilvikum, við erlenda ríkisborgara og endurgreiðslur úr ríkissjóði vegna þeirrar aðstoðar. „Stjórn sambandsins ítrekar þá afstöðu sem sambandið hefur talað fyrir undanfarnar vikur um að sveitarfélögum sé hvorki heimilt né skylt að veita þeim erlendu ríkisborgurum fjárhagsaðstoð, sem vísað hefur verið úr þjónustu ríkisins í kjölfar synjunar á umsókn viðkomandi um alþjóðlega vernd, skv. útlendingalögum,“ segir í yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30 Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. 27. september 2023 12:01 Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðir ráðherra Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir vonbrigðum og algerri andstöðu við aðgerðum félags- og vinnumarkaðsráðherra, varðandi aðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi. 27. september 2023 16:30
Segir lögin hafa verið alveg skýr um afdrif þjónustulausra hælisleitenda Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti. 27. september 2023 12:01
Samið um neyðaraðstoð við fólk sem hefur fengið endanlega synjun um vernd Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur gert samkomulag við Rauða krossinn á Íslandi um tímabundið verkefni sem felur í sér neyðaraðstoð við útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð á grundvelli laga um útlendinga. 27. september 2023 08:48