Sancho var settur út í kuldann fyrir að tjá sig opinberlega um gagnrýni stjórans á hann í fjölmiðlum. Enska leikmanninum var hent út úr hóp fyrir leik á móti Arsenal og knattspyrnustjórinn sagði ástæðuna vera slaka framgöngu hans á æfingum.
Source: Utd confident Sancho banishment legal
— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) September 27, 2023
Manchester United are confident their treatment of Jadon Sancho is justified, according to a source, despite rules against making players train in isolation.https://t.co/wNw4Jog5KQ
ESPN hefur það úr herbúðum félagsins að forráðamenn Manchester United trúi því að félagið sé þarna ekki að brjóta lög.
Sancho gagnrýndi knattspyrnustjórann Erik ten Hag og hefur ekki komið nálægt liðinu síðan. Hollenski stjórinn hefur fullan stuðning félagsins í meðferð sinni á leikmanninum.
Hollenski stjórinn henti honum út úr liðinu og hann má ekki æfa með liðsfélögum sínum. Hann má ekki einu sinn vera í kringum liðið og þarf að æfa einn á Carrington æfingasvæðinu þar sem unglingalið félagsins hafa aðstöðu.
"I think all managers would be like this."
— Football Daily (@footballdaily) September 26, 2023
Erik ten Hag will not allow Jadon Sancho to return to first team training unless he apologises pic.twitter.com/05pfQQTpAf
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur í gildi reglugerð um réttmæta meðferð á leikmönnum og þá er þetta líka spurning brot um breskum vinnulögum.
Það sem fær United til að trúa því að félagið sé í fullum rétti er að Sancho fái að æfa við bestu aðstæður og undir stjórn hæfra þjálfara.
Ten Hag vill afsökunarbeiðni frá leikmanninum. Leikmannasamtökin hafa boðist til að vera sáttasemjari til að reyna að finna lausn á málinu.
"Never give a manager a chance to say that about you!"
— The Overlap (@WeAreTheOverlap) September 27, 2023
The Stick to Football team have their say on the Jadon Sancho situation at Man United.
Watch or listen now https://t.co/2LzgTLSsHF pic.twitter.com/tMkdhPnXVC