Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 3 - FH 1 | 2. sætið innan seilingar Dagur Lárusson skrifar 30. september 2023 16:48 Hart tekist á í leiknum í dag Vísir/Hulda Margrét Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur á FH í Bestu deild kvenna í dag. Annað sætið er innan seilingar fyrir Blika en úrslitin ráðast þó ekki fyrr en í lokaumferðinni. Fyrir leikinn var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með 37 stig á meðan FH var í sjötta sætinu með 28 stig. Leikurinn var heldur jafn fyrstu tuttugu mínúturnar en þá fóru Blikar að taka völdin á vellinum. Agla María átti algjört dauðafæri á 24. mínútu og Andrea Rut í kjölfarið og það átti eftir setja tóninn fyrir næstu mínútur leiksins. Á 28. mínútu fékk Birta Georgsdóttir boltann rétt fyrir utan teig og náði hún hnitmiðuðu skoti, meðfram jörðinni sem endaði í horninu og framhjá Aldísi í marki FH. Staðan orðin 1-0. Gestirnir í FH voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og kom því jöfnunarmark áður en flautað var til hálfleiksins en það skoraði Snædís María eftir darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Staðan 1-1 í hálfleik. Til að byrja með var seinni hálfleikurinn heldur bragðdaufur en þegar líða fór á hann, líkt og í fyrri, fóru Blikar að hitna. Á 66. mínútu átti Andrea Rut frábæra fyrirgjöf inn á teig á fyrirliða sinn, Öglu Maríu, sem skallaði boltann í netið og staðan orðin 2-1. Nokkrum mínútum síðar eða á 72. mínútu fengu Blikar síðan horn sem Agla María tók, sendi boltann fast meðfram jörðinni, rétt fyrir utan teig á Clöru Sigurðardóttur sem lyfta boltanum skemmtilega yfir Aldísi í marki FH. Staðan orðin 3-1 og leikurinn búinn að gjörbreytast á nokkrum mínútum. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós þrátt fyrir nokkur færi í viðbót hjá Blikum og því fór sem fór. Lokatölur 3-1. Afhverju vann Breiðablik? Gæðin í Breiðabliks liðinu eru meiri heldur en í FH liðinu þegar öllu er á botninn hvolft, það verður að viðurkennast. Agla María fór enn og aftur fyrir sínu liði og FH-ingar átti erfitt með að eiga við hana. Hverjar stóðu uppúr? Agla María var frábær enn og aftur í liði Breiðabliks og var klárlega best á vellinum í dag. Hvað fór illa? Ákveðið einbeitingarleysi sem einkenndi FH liðið á tímum í leiknum. Ekki aðeins í varnarleiknum heldur einnig í uppspilinu og mátti sjá Guðna Eiríksson, þjálfara liðsins, oft pirra sig á sínum stelpum á hliðarlínunni. Hvað gerist næst? Næst er það lokaumferðin þar sem FH mætir Þór/KA og Breiðablik mætir Val. Guðni: FH liðið kóðnaði niður í stöðunni 3-1 Guðni var ekki sáttur með leik sinna kvenna í dagVísir/Hulda Margrét „Bara eins og alltaf þá er ég rosalega svekktur með að tapa,“ byrjaði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, að segja í viðtali eftir leik. „Við viljum auðvitað aldrei tapa en það var raunin í dag. Mér fannst FH liðið kóðna niður í stöðunni 3-1 og við köstuðum inn hvíta handklæðinu. Fram að því fannst mér þessi leikur í góðu jafnvægi.“ Guðni vildi meina að liðið sitt hafi ekki gert nógu vel úr góðum stöðum sem það komst í. „Já, ég get tekið undir það. Við komum okkur oft í góðar stöður en þegar komið var að lokasendingunni þá klikkaði hún.“ Guðni er ánægður með tímabilið en ekki úrslitakeppnina. „Auðvitað ánægður með sjötta sætið ef við endum þar, við sögðum það fyrir tímabilið að það var markmiðið. En ég er hins vegar ekki sáttur með þessa úrslitakeppni. Við tókum þann pól í hæðina að við vildum prófa eitthvað nýtt í þessum leikjum í úrslitakeppninni gegn þessum stóru liðum en það hefur ekki gengið upp,“ sagði Guðni að lokum svekktur. Fótbolti Besta deild kvenna
Breiðablik vann sannfærandi 3-1 sigur á FH í Bestu deild kvenna í dag. Annað sætið er innan seilingar fyrir Blika en úrslitin ráðast þó ekki fyrr en í lokaumferðinni. Fyrir leikinn var Breiðablik í öðru sæti deildarinnar með 37 stig á meðan FH var í sjötta sætinu með 28 stig. Leikurinn var heldur jafn fyrstu tuttugu mínúturnar en þá fóru Blikar að taka völdin á vellinum. Agla María átti algjört dauðafæri á 24. mínútu og Andrea Rut í kjölfarið og það átti eftir setja tóninn fyrir næstu mínútur leiksins. Á 28. mínútu fékk Birta Georgsdóttir boltann rétt fyrir utan teig og náði hún hnitmiðuðu skoti, meðfram jörðinni sem endaði í horninu og framhjá Aldísi í marki FH. Staðan orðin 1-0. Gestirnir í FH voru þó ekki á þeim buxunum að gefast upp og kom því jöfnunarmark áður en flautað var til hálfleiksins en það skoraði Snædís María eftir darraðadans í teignum eftir hornspyrnu. Staðan 1-1 í hálfleik. Til að byrja með var seinni hálfleikurinn heldur bragðdaufur en þegar líða fór á hann, líkt og í fyrri, fóru Blikar að hitna. Á 66. mínútu átti Andrea Rut frábæra fyrirgjöf inn á teig á fyrirliða sinn, Öglu Maríu, sem skallaði boltann í netið og staðan orðin 2-1. Nokkrum mínútum síðar eða á 72. mínútu fengu Blikar síðan horn sem Agla María tók, sendi boltann fast meðfram jörðinni, rétt fyrir utan teig á Clöru Sigurðardóttur sem lyfta boltanum skemmtilega yfir Aldísi í marki FH. Staðan orðin 3-1 og leikurinn búinn að gjörbreytast á nokkrum mínútum. Fleiri mörk litu ekki dagsins ljós þrátt fyrir nokkur færi í viðbót hjá Blikum og því fór sem fór. Lokatölur 3-1. Afhverju vann Breiðablik? Gæðin í Breiðabliks liðinu eru meiri heldur en í FH liðinu þegar öllu er á botninn hvolft, það verður að viðurkennast. Agla María fór enn og aftur fyrir sínu liði og FH-ingar átti erfitt með að eiga við hana. Hverjar stóðu uppúr? Agla María var frábær enn og aftur í liði Breiðabliks og var klárlega best á vellinum í dag. Hvað fór illa? Ákveðið einbeitingarleysi sem einkenndi FH liðið á tímum í leiknum. Ekki aðeins í varnarleiknum heldur einnig í uppspilinu og mátti sjá Guðna Eiríksson, þjálfara liðsins, oft pirra sig á sínum stelpum á hliðarlínunni. Hvað gerist næst? Næst er það lokaumferðin þar sem FH mætir Þór/KA og Breiðablik mætir Val. Guðni: FH liðið kóðnaði niður í stöðunni 3-1 Guðni var ekki sáttur með leik sinna kvenna í dagVísir/Hulda Margrét „Bara eins og alltaf þá er ég rosalega svekktur með að tapa,“ byrjaði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, að segja í viðtali eftir leik. „Við viljum auðvitað aldrei tapa en það var raunin í dag. Mér fannst FH liðið kóðna niður í stöðunni 3-1 og við köstuðum inn hvíta handklæðinu. Fram að því fannst mér þessi leikur í góðu jafnvægi.“ Guðni vildi meina að liðið sitt hafi ekki gert nógu vel úr góðum stöðum sem það komst í. „Já, ég get tekið undir það. Við komum okkur oft í góðar stöður en þegar komið var að lokasendingunni þá klikkaði hún.“ Guðni er ánægður með tímabilið en ekki úrslitakeppnina. „Auðvitað ánægður með sjötta sætið ef við endum þar, við sögðum það fyrir tímabilið að það var markmiðið. En ég er hins vegar ekki sáttur með þessa úrslitakeppni. Við tókum þann pól í hæðina að við vildum prófa eitthvað nýtt í þessum leikjum í úrslitakeppninni gegn þessum stóru liðum en það hefur ekki gengið upp,“ sagði Guðni að lokum svekktur.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti