Á eldra fólk að hafa það skítt? Helgi Pétursson skrifar 30. september 2023 15:30 „Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Mánuðum saman. Þá vorum við búin að benda á óréttlæti gríðarlegra skerðinga á greiðslum frá almannatryggingum og stóra svikna loforðið um að greiðslur úr lífeyrissjóðum okkar ættu að koma sem viðbót við greiðslur úr almenna tryggingakerfinu. Þið eruð bótaþegar. Því breyttu stjórnvöld með lagasetningu 2017 og töldu sig hafa einfaldað kerfið á þann hátt að lífeyrir væri þaðan í frá bætur og það væri stjórnvalda að ákveða upphæð bóta hverju sinni. Viðhorf núverandi stjórnvalda til eldra fólks er með þeim hætti að kynslóðir sem greitt hafa skatta og skyldur í meira en 50 ár og lyft þvi Grettistaki sem uppbygging þess samfélags sem við njótum, ættu að sætta sig við bætur í stað lífeyris sem fólk hélt að það ætti inni úr samfélagslegum sjóðum. Raunar hafa stjórnvöld gengið svo langt að vilja minna á að „það er bara fullt eldra fólki sem hefur það bara gott“. Því hef ég svarað: „En ekki hvað? Á eldra fólk að hafa það skítt?“ Á eldra fólk að hafa það skítt? Í öllum þessum viðræðum hefur okkur verið tekið afskaplega vel og sýndur mikill skilningur, en efndir og úrbætur hafa engar verið. Ekki hjá neinum. Eldra fólk hefur auðvitað enga lagalega stöðu til þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að fylgja kröfum sínum eftir og í því skjóli skáka stjórnvöld. Það voru því mikil vonbrigði þegar við leituðum formlega til ASI, BSRB og BHM um stuðning í tengslum við síðustu kjarasamninga, eins og gert hafði verið við kjarasamninga um langt árabil. Verkalýðshreyfingin gerði ekkert með þessa bón okkar og þar með fór fyrir lítið áratuga aðild okkar að fagfélögum og verkalýðsfélögum með tilheyrandi milljarða greiðslum í alls kyns sjóði. Stefnumörkun 35 þúsund félagsmanna LEB Á málþingi um kjör eldra fólks sem LEB og kjaranefndin mun halda 2. október n.k., á Hótel Hilton Nordica, leggjum við spilin á borðið. Allan síðast liðinn vetur og vor höfum við unnið ítarlega stefnumótun í kjaramálum sem samþykkt var á landsfundi LEB. 55 félög eldra fólks með um 35 þúsund félagsmenn hafa sameinast um þessa stefnu sem er skýr. Mikill hluti hugsanlegra samningsaðila okkar um bætt kjör, virðist hins vegar lifa í allt annari veröld en við hin. Hér sé allt í blússandi gangi og allir kátir. Við eldra fólk sem erum að minna á að svo sé ekki, erum auðvitað að skemma partíið. 20 þúsund manns undir eða við lágmark Við verðum hins vegar að benda á að um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur. Bíllinn má ekki bila, allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi, ekkert má fara úrskeiðis. Þessi hópur getur ekkert veitt sér. Það er ekki mikið stuð á þeim bæjum. Kjör og aðstæður þeirra sem verst eru sett, eru hins vegar einu ríkasta samfélagi heims til ævarandi skammar. Þetta er fólk sem hefur litlar sem engar lífeyristekjur, hefur alla tíð haft lítil laun, er að hluta til aðflutt og í miklum meirihluta konur. En eitt auðugasta samfélag heims toppar sig auðveldlega með að láta hundrað okkar elstu bræðra og systra liggja á göngum og geymslum á sjúkrahúsum. Við leggjum til sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: ·Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar taki fyrst og fremst til lífeyristaka ·Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði ·Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Við leggum til almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: ·Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkð er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. ·Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. ·Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Við viljum endurskoða útreikning vegna frestunar á töku ellilífeyris, - að reikna hækkun vegna frestunar áður en lífeyrir er skertur. Við viljum að sama regla gildi við meðferð leigutekna við ákvörðun lífeyris og gert er við álagningu fjármagnstekjuskatts. Þá viljum við að 300.000 kr. frítekjumark fjármagnstekna gildi einnig gagnvart lífeyri frá almannatryggingum og að lífeyristakar njóti hækkana frá lífeyrissjóðum sem hækkun atvinnutekna. Sjáumst á málþingi um kjör eldra fólks mánduaginn 2. Október á Hótel Nordica Hilton Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Sjá meira
„Hvað viljiði?“ var eiginlega lokaspurning sem sat eftir í mínum huga þegar stjórn Landssambands eldri borgara og Kjaranefnd sambandsins höfðu með skipulegum hætti talað vð alla sem málið varðar, - Alþingi, ríkisstjórn, sveitarstjórnir, verkalýðshreyfinguna, samtök atvinnulífsins og alla þá sem á annað borð vildu hlusta. Mánuðum saman. Þá vorum við búin að benda á óréttlæti gríðarlegra skerðinga á greiðslum frá almannatryggingum og stóra svikna loforðið um að greiðslur úr lífeyrissjóðum okkar ættu að koma sem viðbót við greiðslur úr almenna tryggingakerfinu. Þið eruð bótaþegar. Því breyttu stjórnvöld með lagasetningu 2017 og töldu sig hafa einfaldað kerfið á þann hátt að lífeyrir væri þaðan í frá bætur og það væri stjórnvalda að ákveða upphæð bóta hverju sinni. Viðhorf núverandi stjórnvalda til eldra fólks er með þeim hætti að kynslóðir sem greitt hafa skatta og skyldur í meira en 50 ár og lyft þvi Grettistaki sem uppbygging þess samfélags sem við njótum, ættu að sætta sig við bætur í stað lífeyris sem fólk hélt að það ætti inni úr samfélagslegum sjóðum. Raunar hafa stjórnvöld gengið svo langt að vilja minna á að „það er bara fullt eldra fólki sem hefur það bara gott“. Því hef ég svarað: „En ekki hvað? Á eldra fólk að hafa það skítt?“ Á eldra fólk að hafa það skítt? Í öllum þessum viðræðum hefur okkur verið tekið afskaplega vel og sýndur mikill skilningur, en efndir og úrbætur hafa engar verið. Ekki hjá neinum. Eldra fólk hefur auðvitað enga lagalega stöðu til þess að grípa til einhverra aðgerða til þess að fylgja kröfum sínum eftir og í því skjóli skáka stjórnvöld. Það voru því mikil vonbrigði þegar við leituðum formlega til ASI, BSRB og BHM um stuðning í tengslum við síðustu kjarasamninga, eins og gert hafði verið við kjarasamninga um langt árabil. Verkalýðshreyfingin gerði ekkert með þessa bón okkar og þar með fór fyrir lítið áratuga aðild okkar að fagfélögum og verkalýðsfélögum með tilheyrandi milljarða greiðslum í alls kyns sjóði. Stefnumörkun 35 þúsund félagsmanna LEB Á málþingi um kjör eldra fólks sem LEB og kjaranefndin mun halda 2. október n.k., á Hótel Hilton Nordica, leggjum við spilin á borðið. Allan síðast liðinn vetur og vor höfum við unnið ítarlega stefnumótun í kjaramálum sem samþykkt var á landsfundi LEB. 55 félög eldra fólks með um 35 þúsund félagsmenn hafa sameinast um þessa stefnu sem er skýr. Mikill hluti hugsanlegra samningsaðila okkar um bætt kjör, virðist hins vegar lifa í allt annari veröld en við hin. Hér sé allt í blússandi gangi og allir kátir. Við eldra fólk sem erum að minna á að svo sé ekki, erum auðvitað að skemma partíið. 20 þúsund manns undir eða við lágmark Við verðum hins vegar að benda á að um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur. Bíllinn má ekki bila, allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi, ekkert má fara úrskeiðis. Þessi hópur getur ekkert veitt sér. Það er ekki mikið stuð á þeim bæjum. Kjör og aðstæður þeirra sem verst eru sett, eru hins vegar einu ríkasta samfélagi heims til ævarandi skammar. Þetta er fólk sem hefur litlar sem engar lífeyristekjur, hefur alla tíð haft lítil laun, er að hluta til aðflutt og í miklum meirihluta konur. En eitt auðugasta samfélag heims toppar sig auðveldlega með að láta hundrað okkar elstu bræðra og systra liggja á göngum og geymslum á sjúkrahúsum. Við leggjum til sértækar aðgerðir fyrir þau verst settu: ·Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar taki fyrst og fremst til lífeyristaka ·Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði ·Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur. Við leggum til almennar aðgerðir sem koma þeim best sem eru með lágar- og miðlungstekjur: ·Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkð er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri. ·Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta. ·Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu. Við viljum endurskoða útreikning vegna frestunar á töku ellilífeyris, - að reikna hækkun vegna frestunar áður en lífeyrir er skertur. Við viljum að sama regla gildi við meðferð leigutekna við ákvörðun lífeyris og gert er við álagningu fjármagnstekjuskatts. Þá viljum við að 300.000 kr. frítekjumark fjármagnstekna gildi einnig gagnvart lífeyri frá almannatryggingum og að lífeyristakar njóti hækkana frá lífeyrissjóðum sem hækkun atvinnutekna. Sjáumst á málþingi um kjör eldra fólks mánduaginn 2. Október á Hótel Nordica Hilton Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun