Ómar Ingi: Erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 1. október 2023 19:55 Ómar Ingi, þjálfari HK. Vísir/Hulda Margrét HK tapaði í kvöld 0-1 fyrir ÍBV í Kórnum í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið eru harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni en leikurinn réðist á umdeildri vítaspyrnu sem dæmd var á 30. mínútu leiksins. Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Þegar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leikinn hafði hann þetta að segja. „Gífurlega svekkjandi. Fyrstu viðbrögð eru einfaldlega þau að við erum að keppa við eitthvað miklu meira heldur en andstæðingar okkar allt of oft í undanförnum leikjum.“ Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var dómari leiksins og dæmdi víti á Arnar Frey Ólafsson, markvörð HK, þegar hann og Tómas Bent Magnússon, leikmaður ÍBV, lentu í árekstri. Svo virtist að Arnar Freyr hafi verið á undan í boltann en Vilhjálmur Alvar var ekki á sama máli og dæmdi víti sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið úr. „Mér finnst hérna núna, á móti Fram um daginn, það vill svo til að það er sami maður sem á í hlut. Þá fáum við vítaspyrnur á okkur sem mér virðist hafa verið rangar í bæði skiptin,“ sagði Ómar Ingi, svekktur. Ómari Inga fannst vanta upp á betri færasköpun í leik síns liðs í dag. „Við náttúrulega komum okkur ekki í nógu góð færi. Við eigum þarna nokkra skalla og ágætisstöður en við komum okkur ekki í nógu góð færi á móti bara þéttu liði og liði sem hefur gífurlega gaman að því að verjast svona eins og leikurinn var orðinn undir lokin. Við verðum klárlega að gera betur þar og það er ekki í fyrsta skipti í sumar.“ HK hefði getað tryggt veru sína í Bestu deildinni með stigi í kvöld en er nú í möguleika á að falla í lokaumferð deildarinnar um næstu helgi. HK var í sömu stöðu síðast þegar liðið lék í efstu deild og féll þá í lokaumferðinni á kostnað ÍA. „Tilfinningin fyrir næsta leik er bara fín. Held að hópurinn sé alveg staðráðinn í því að láta það ekki gerast aftur. En tilfinningin fyrir síðustu leikjum er verri og við erum bara ósáttir með það að vera búnir að komast í þá stöðu að þetta þurfi að ráðast fyrir norðan í lokaleik tímabilsins,“ sagði Ómar Ingi að lokum en lokaleikur liðsins er gegn KA.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira