Þetta er niðurstaða þjóðarpúls Gallúp sem RÚV greinir frá.
Samkvæmt tölum Gallúp mældist Samfylkingin síðast með yfir þrjátíu prósent fylgi í apríl árið 2009. Flokkurinn fékk tæplega 30 prósent fylgi í alþingiskosningum það ár og tók forystu í ríkisstjórn landsins í kjölfar þeirra.
Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist jafnt og þétt frá því að Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í október á síðasta ári. Nú mælist flokkurinn með 30,1 prósent.
Sjálfstæðisflokkur er enn næst stærsti flokkurinn með 20,4 prósent fylgi. Píratar mælast með 9,6 prósent og Miðflokkurinn, sem bætir við sig fylgi, 8,6 prósent.