Eyþóra nældi í ÓL-sæti og komst sjálf í úrslit: „Mjög, mjög ánægð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2023 13:55 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sýnir hér glæsilegt stökk í einni af æfingum sínum í undankeppninni. AP/Virginia Mayo Hollensk-íslenska fimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir stendur sig vel á heimsmeistaramótinu í fimleikum en hún keppir fyrir Holland. Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira
Eyþóra og félagar hennar í hollenska liðinu urðu í sjötta sæti í undankeppni liðakeppninnar sem tryggði þeim ekki aðeins sæti í úrslitunum heldur einnig farseðilinn á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Eyþóra á þar möguleika á að keppa á sínum þriðju Ólympíuleikum því hún var einnig með í Ríó 2016 og í Tókýó 2021. Eyþóra sjálf komst einnig í úrslit í fjölþrautinni með því að ná 24. besta árangrinum. Langefst var hin bandaríska Simone Biles. Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í einu af stökkum sínum.EPA-EFE/OLIVIER MATTHYS Biles fékk 58.865 stig en landa hennar Shilese Jones var næst með 56.932 stig. Eyþóra náði í 52.199 stig og var næsthæst af hollensku stelpunum á eftir Naomi Visser (54.332 stig). „Komnar með farseðilinn á Ólympíuleikana í vasann. Komumst líka í úrslit liða og ég komst í úrslit í fjölþraut á HM í fyrsta sinn á ferlinum. Mjög, mjög ánægð,“ skrifaði Eyþóra á Instagram. Þetta er því sögulegt fyrir okkar konu sem hafði aldrei komist í úrslit í fjölþraut á heimsmeistaramóti. Því hefur hún aftur á móti náð á Ólympíuleikum því Eyþóra endaði í níunda sæti á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún hefur einnig komust í úrslit á Evrópumeistaramótinu. Margrét Lea Kristinsdóttir og Thelma Aðalsteinsdóttir kepptu fyrir hönd Íslands í undankeppninni. Thelma náði þar sínum besta persónulega árangur í fjölþraut á HM með því að ná í 49.099 stig. Það voru aðeins ein mistök á slánni sem settu strik í reikninginn hjá henni. Margrét Lea lauk keppni með 45.965 stig. Thelma endaði í 66. sætinu en Margrét Lea í 99. sæti. View this post on Instagram A post shared by Eythora Thorsdottir (@eythora)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Álftanes - Njarðvík | Heimamenn tapað tveimur í röð Keflavík - Þór Þ. | Stigalausir gestir í Blue-höllinni Valur - Grindavík | Eina liðið sem unnið hefur alla KR - ÍA | Langþráð kría á flugi Þýskaland - Ísland | Máta sig við sveina Alfreðs Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ „Mjög sáttur með samninginn“ Heimsleikarnir í CrossFit 2026 klárast fyrir verslunarmannahelgina „Hefði séð eftir því alla ævi“ Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sjá meira