Móðir Beckhams varð fyrir ógeðfelldu aðkasti: „Þetta var hræðilegt“ Aron Guðmundsson skrifar 4. október 2023 10:01 David Beckham með foreldrum sínum, Söndru og Ted Beckham á forsýningu á nýrri heimildarþáttaröð um líf hans. Vísir/Getty Í nýrri heimildarþáttaröð um líf og atvinnumannaferil bresku knattspyrnugoðsagnarinnar David Beckham, tjá Beckham og aðstandendur hans sig um afar erfiðan tíma í þeirra lífi eftir afdrifarík mistök Beckham á HM 1998. Beckham og fjölskylda hans lentu í afar slæmu aðkasti í kjölfar atviksins. Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“ Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira
Það var á HM í Frakklandi árið 1998 sem Beckham var rekinn af velli í leik á móti Argentínu í sextán liða úrslitum þar sem enska liðið tapaði að lokum í vítaspyrnukeppni. Beckham missti stjórn á skapi sínu í örskamma stund í leiknum, sparkaði í Diego Simeone leikmann Argentínu, núverandi knattspyrnustjóra Atlético Madrid . Ensku fjölmiðlarnir gerðu Beckham af blóraböggli númer eitt, tvö og þrjú og fræg fyrirsögn er „10 Heroic Lions, One Stupid Boy“ eða „Tíu hetjur og einn heimskur strákur“. Þá birti eitt blaðið höfuð Beckham á píluspjaldi. Brúða, eftirlíking af Beckham í fullri stærð, var hengd fyrir utan bar á Bretlandseyjum og rataði myndin á forsíðu The Sun. „Þetta var hræðilegt,“ segir Sandra Beckham, móðir David Beckham um þennan tíma og afdrifaríka heimsókn hennar á Upton Park, heimavöll West Ham United skömmu eftir HM þar sem sonur hennar spilaði með Manchester United á móti heimamönnum. „Ég sat þarna og sá konu með blaðið þar sem mynd af honum hangandi var á forsíðunni. Ég varð reið sökum þess hvaða ókvæðisorðum áhorfendurnir voru að kalla að honum og svo var þarna einn maður sem bauð mér í birginn, bað mig um að koma með sér út fyrir leikvanginn. Sem foreldri var ekki gott að horfa upp á þetta. Bara það að tala um þetta lætur mig vilja fara að gráta.“ Sjálfur segist Beckham fyrst núna taka atvikið og það sem á eftir fylgdi alvarlega inn á sig. „Þetta varpaði mikilli athygli á foreldra mína,“ segir Beckham um eftirmála rauða spjaldsins. „Eitthvað sem ég hefði aldrei óskað mér. Eitthvað sem ég get aldrei fyrirgefið sjálfum mér fyrir.“ David Gardner, einn besti vinur Beckham, segir frá því í heimildarþáttunum að hatrið í garð Beckham hafi verið það mikið að vinir hans hleyptu honum ekki einum út. „Hann var kannski gangandi niður götu og fólk átti það til að hrækja í áttina að honum. Fólk átti það líka til að vaða í hann á förnum vegi, öskra ókvæðisorðum í áttina að honum.“
Enski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Sjá meira