Meistaradeildarkvöldin sneru aftur á St. James´ Park í gærkvöldi þegar að heimamenn í Newcastle United buðu upp á stórsýningu í 4-1 sigri sínum á Paris Saint Germain.
Newcastle komst þremur mörkum yfir í leiknum með mörkum frá Miguel Almiron, Dan Burn og Sean Longstaff. Lucas Hernandez klóraði í bakkann fyrir Parísarliðið á fyrsta stundarfjórðungi seinni hálfleiks en Fabian Schar innsiglaði 4-1 sigur heimamanna með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma.
Leikmenn Paris Saint-Germain fá í dag slæma útreið í nýjasta tölublaði L'Equipe. Hæsta einkunn sem leikmaður í liðinu fær er 6 og fellur það í hlut Warren Zaire-Emery.
Stjórstjarnan Kylian Mbappé, burðarstólpi í liði Paris Saint-Germain, fær tvo í einkunn frá blaðinu og sömu sögu er að segja af miðverðinum Marquinhos og sóknarmanninum Kolo Muani.
Einkunnir leikmanna PSG gegn Newcastle (L'Equipe):
Gianluigi Donnarumma: 5
Achraf Hakimi: 3
Marquinhos: 2
Milan Skriniar: 4
Lucas Hernández: 5
Manuel Ugarte: 3
Warren Zaire Emery: 6
Ousmane Dembélé: 4
Kylian Mbappé: 2
Randal Kolo Muani: 2
Goncalo Ramos: 3
Þjálfari (Luis Enrique): 3