Rauða spjaldið á Jota var líka rangur dómur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2023 07:30 Liverpool maðurinn Diogo Jota fær hér rauða spjaldið frá Simon Hooper dómara. Getty/Visionhaus Sjálfstæð nefnd á vegum ensku úrvalsdeildarinnar hefur skoðað umdeild atvik frá leikjum síðustu helgar og það var ekki bara rangstöðumarkið hans Luis Diaz sem var rangur dómur í leik Liverpool og Tottenham. Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa endað níu á móti ellefu en Tottenham tryggði sér 2-1 sigur á sjálfsmarki á síðustu sekúndu leiksins. Premier League independent panel finds ANOTHER mistake in Tottenham vs. Liverpool game, it's so damning Read more below https://t.co/5WWGDYITI1— SPORTbible (@sportbible) October 5, 2023 Liverpool komst í 1-0 í leiknum en markið var dæmt af vegna rangstöðu eins og þekkt er en myndbandadómarar leiksins gerðu þar stór mistök. Misskilningur varð á milli þeirra og dómara. Þeir áttuðu sig ekki á því fyrr en leikurinn var farinn af stað á ný. Independent Key Match Incidents Panel hefur nú farið yfir atvik leiksins og komst að því að dómararnir gerðu fleiri stór mistök í þessum, leik. Diogo Jota átti þannig aldrei að fá rautt spjald. ESPN komst yfir niðurstöður nefndarinnar og þar kemur fram að Jota hafi aldrei átt að fá gula spjaldið fyrir seinna brotið en hann fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili. Meirihluti nefndarinnar taldi það vera rangan dóm. Nefndin var aftur á móti sammála því að reka Curtis Jones af velli með rautt spjald á 24. mínútu. Jones fékk fyrst gult spjald en myndbandadómararnir gerði athugasemd við það og hann fékk í framhaldinu rautt spjald. The Premier League's Independent Key Match Incidents Panel has ruled Diogo Jota should NOT have been sent off in Liverpool's controversial 2-1 defeat at Tottenham Hotspur on Saturday. Jota was shown the red card after two challenges in little more than a minute, both on pic.twitter.com/rzqXS7iVs1— Last Word On Spurs (@LastWordOnSpurs) October 5, 2023 Fimm manns eru í nefndinni, þrír fyrrum leikmenn eða þjálfarar auk eins fulltrúa frá bæði ensku úrvalsdeildinni og dómarasamtökunum. Þetta var annars slæm helgi fyrir dómarana því nefndin komst að því að í fjórum öðrum tilfellum hafi myndbandadómarar gert mistök með því að grípa ekki inn í. Nefndin komst að því að annað og þriðja mark Aston Villa í 6-1 sigri á Brighton & Hove Albion hafi ekki átt að standa. Fyrsta markið vegna rangstöðu og hitt markið vegna brots í aðdraganda þess. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa hafi átti að fá sitt annað gula spjald á 71. mínútu í stöðunni 4-1. Að lokum taldi nefndin að Brentford hafi átti að fá vítaspyrnu í 1-1 jafntefli við Nottingham Forest þegar markvörðurinn Matt Turner braut á Yoane Wissa, framherja Brentford. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu eftir að hafa endað níu á móti ellefu en Tottenham tryggði sér 2-1 sigur á sjálfsmarki á síðustu sekúndu leiksins. Premier League independent panel finds ANOTHER mistake in Tottenham vs. Liverpool game, it's so damning Read more below https://t.co/5WWGDYITI1— SPORTbible (@sportbible) October 5, 2023 Liverpool komst í 1-0 í leiknum en markið var dæmt af vegna rangstöðu eins og þekkt er en myndbandadómarar leiksins gerðu þar stór mistök. Misskilningur varð á milli þeirra og dómara. Þeir áttuðu sig ekki á því fyrr en leikurinn var farinn af stað á ný. Independent Key Match Incidents Panel hefur nú farið yfir atvik leiksins og komst að því að dómararnir gerðu fleiri stór mistök í þessum, leik. Diogo Jota átti þannig aldrei að fá rautt spjald. ESPN komst yfir niðurstöður nefndarinnar og þar kemur fram að Jota hafi aldrei átt að fá gula spjaldið fyrir seinna brotið en hann fékk tvö gul spjöld með stuttu millibili. Meirihluti nefndarinnar taldi það vera rangan dóm. Nefndin var aftur á móti sammála því að reka Curtis Jones af velli með rautt spjald á 24. mínútu. Jones fékk fyrst gult spjald en myndbandadómararnir gerði athugasemd við það og hann fékk í framhaldinu rautt spjald. The Premier League's Independent Key Match Incidents Panel has ruled Diogo Jota should NOT have been sent off in Liverpool's controversial 2-1 defeat at Tottenham Hotspur on Saturday. Jota was shown the red card after two challenges in little more than a minute, both on pic.twitter.com/rzqXS7iVs1— Last Word On Spurs (@LastWordOnSpurs) October 5, 2023 Fimm manns eru í nefndinni, þrír fyrrum leikmenn eða þjálfarar auk eins fulltrúa frá bæði ensku úrvalsdeildinni og dómarasamtökunum. Þetta var annars slæm helgi fyrir dómarana því nefndin komst að því að í fjórum öðrum tilfellum hafi myndbandadómarar gert mistök með því að grípa ekki inn í. Nefndin komst að því að annað og þriðja mark Aston Villa í 6-1 sigri á Brighton & Hove Albion hafi ekki átt að standa. Fyrsta markið vegna rangstöðu og hitt markið vegna brots í aðdraganda þess. Það var einnig niðurstaða nefndarinnar að Aston Villa maðurinn Ezri Konsa hafi átti að fá sitt annað gula spjald á 71. mínútu í stöðunni 4-1. Að lokum taldi nefndin að Brentford hafi átti að fá vítaspyrnu í 1-1 jafntefli við Nottingham Forest þegar markvörðurinn Matt Turner braut á Yoane Wissa, framherja Brentford.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Leik lokið: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Sjá meira