Áhrif sjókvíaeldis frá sjónarhóli íbúa Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar 9. október 2023 12:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafði verið stöðug fólksfækkun í langan tíma. Ég ætla svo sem ekkert að rifja upp söguna það eru aðrir sem eru betur til þess fallnir en ég, en niðursveiflan var löng og mikils vonleysis gætti. Húsum og götum var ekki viðhaldið svo ég tali nú ekki um stofnanir bæjarins en það voru einfaldlega ekki til peningar til viðhalds. Þeir sem gátu og vildu fara fóru en margir voru fastir í átthagafjötrum þar sem ekki var markaður fyrir húsnæði á svæðinu og ef þú varst það „heppin“ að geta selt þá hafði það ekkert að segja upp í íbúð annars staðar á landinu þar sem húsnæðisverð var það lágt. Fjármálahrunið hafði engin áhrif hér, hrunið hér varð mikið fyrr svo niðursveiflan sem þið hin funduð fyrir í hruninu hafði engin áhrif á íbúa þessa svæðis, sem voru búin að upplifa hrunið í tugi ára áður en fjármálahrunið varð. Ég er ein af þeim sem fór suður árið 2004, ég var heppin, ég seldi einbýlishúsið mitt fyrir 4,5 milljónir. Ég kom svo aftur árið 2011, keypti mér hús á 18,1 milljón og sprengdi markaðinn á þeim tíma. Fasteignamatið á húsinu mínu hefur hækkað um 400% síðan þá. Laxeldið fer af stað hér í kringum 2008 og smám saman hafa hlutirnir breyst. Fólkið hefur öðlast trú á samfélaginu, og er tilbúið til þess að kaupa hér húsnæði og setjast að. Við sjáum hús vera gerð upp, ný hús rísa, sólpalla smíðaða og götur malbikaðar, kannski erfitt að setja sig í þessi spor ef þú hefur aldrei upplifað annað en að þetta sé sjálfsagður hlutur. Íbúar á Vestfjörðum tóku ekki ákvörðun um að fá til sín eldi og hafa ekkert endilega allir skoðun á því, en það eru allir sammála um það að það hefur svo sannarlega haft jákvæð áhrif á samfélögin hér fyrir vestan. Okkur er annt um náttúruna, lífríkið og samfélögin sem byggjast upp í kringum eldið og gerum kröfu til þess að umhverfisslys líkt og það sem átti sér stað í Patreksfirði endurtaki sig ekki. Við viljum að allir þeir sem að koma, hvort sem það eru fyrirtækin sjálf, ríkið eða aðrir leggi metnað sinn til þess að hægt sé að sinna þessari nýju atvinnugrein svo að sátt sé um og sómi sé að. Það er ótrúlega erfitt og vont að hlusta á þá sem vilja útrýma þessari atvinnugrein, því þá eru þeir á sama tíma að vega að tilverurétti og afkomu fólks sem eftir allt sem á undan hefur gengið öðlast trú á framtíð samfélagsins hér fyrir vestan. Höfundur er íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafði verið stöðug fólksfækkun í langan tíma. Ég ætla svo sem ekkert að rifja upp söguna það eru aðrir sem eru betur til þess fallnir en ég, en niðursveiflan var löng og mikils vonleysis gætti. Húsum og götum var ekki viðhaldið svo ég tali nú ekki um stofnanir bæjarins en það voru einfaldlega ekki til peningar til viðhalds. Þeir sem gátu og vildu fara fóru en margir voru fastir í átthagafjötrum þar sem ekki var markaður fyrir húsnæði á svæðinu og ef þú varst það „heppin“ að geta selt þá hafði það ekkert að segja upp í íbúð annars staðar á landinu þar sem húsnæðisverð var það lágt. Fjármálahrunið hafði engin áhrif hér, hrunið hér varð mikið fyrr svo niðursveiflan sem þið hin funduð fyrir í hruninu hafði engin áhrif á íbúa þessa svæðis, sem voru búin að upplifa hrunið í tugi ára áður en fjármálahrunið varð. Ég er ein af þeim sem fór suður árið 2004, ég var heppin, ég seldi einbýlishúsið mitt fyrir 4,5 milljónir. Ég kom svo aftur árið 2011, keypti mér hús á 18,1 milljón og sprengdi markaðinn á þeim tíma. Fasteignamatið á húsinu mínu hefur hækkað um 400% síðan þá. Laxeldið fer af stað hér í kringum 2008 og smám saman hafa hlutirnir breyst. Fólkið hefur öðlast trú á samfélaginu, og er tilbúið til þess að kaupa hér húsnæði og setjast að. Við sjáum hús vera gerð upp, ný hús rísa, sólpalla smíðaða og götur malbikaðar, kannski erfitt að setja sig í þessi spor ef þú hefur aldrei upplifað annað en að þetta sé sjálfsagður hlutur. Íbúar á Vestfjörðum tóku ekki ákvörðun um að fá til sín eldi og hafa ekkert endilega allir skoðun á því, en það eru allir sammála um það að það hefur svo sannarlega haft jákvæð áhrif á samfélögin hér fyrir vestan. Okkur er annt um náttúruna, lífríkið og samfélögin sem byggjast upp í kringum eldið og gerum kröfu til þess að umhverfisslys líkt og það sem átti sér stað í Patreksfirði endurtaki sig ekki. Við viljum að allir þeir sem að koma, hvort sem það eru fyrirtækin sjálf, ríkið eða aðrir leggi metnað sinn til þess að hægt sé að sinna þessari nýju atvinnugrein svo að sátt sé um og sómi sé að. Það er ótrúlega erfitt og vont að hlusta á þá sem vilja útrýma þessari atvinnugrein, því þá eru þeir á sama tíma að vega að tilverurétti og afkomu fólks sem eftir allt sem á undan hefur gengið öðlast trú á framtíð samfélagsins hér fyrir vestan. Höfundur er íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun