Áhrif sjókvíaeldis frá sjónarhóli íbúa Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar 9. október 2023 12:31 Á sunnanverðum Vestfjörðum hafði verið stöðug fólksfækkun í langan tíma. Ég ætla svo sem ekkert að rifja upp söguna það eru aðrir sem eru betur til þess fallnir en ég, en niðursveiflan var löng og mikils vonleysis gætti. Húsum og götum var ekki viðhaldið svo ég tali nú ekki um stofnanir bæjarins en það voru einfaldlega ekki til peningar til viðhalds. Þeir sem gátu og vildu fara fóru en margir voru fastir í átthagafjötrum þar sem ekki var markaður fyrir húsnæði á svæðinu og ef þú varst það „heppin“ að geta selt þá hafði það ekkert að segja upp í íbúð annars staðar á landinu þar sem húsnæðisverð var það lágt. Fjármálahrunið hafði engin áhrif hér, hrunið hér varð mikið fyrr svo niðursveiflan sem þið hin funduð fyrir í hruninu hafði engin áhrif á íbúa þessa svæðis, sem voru búin að upplifa hrunið í tugi ára áður en fjármálahrunið varð. Ég er ein af þeim sem fór suður árið 2004, ég var heppin, ég seldi einbýlishúsið mitt fyrir 4,5 milljónir. Ég kom svo aftur árið 2011, keypti mér hús á 18,1 milljón og sprengdi markaðinn á þeim tíma. Fasteignamatið á húsinu mínu hefur hækkað um 400% síðan þá. Laxeldið fer af stað hér í kringum 2008 og smám saman hafa hlutirnir breyst. Fólkið hefur öðlast trú á samfélaginu, og er tilbúið til þess að kaupa hér húsnæði og setjast að. Við sjáum hús vera gerð upp, ný hús rísa, sólpalla smíðaða og götur malbikaðar, kannski erfitt að setja sig í þessi spor ef þú hefur aldrei upplifað annað en að þetta sé sjálfsagður hlutur. Íbúar á Vestfjörðum tóku ekki ákvörðun um að fá til sín eldi og hafa ekkert endilega allir skoðun á því, en það eru allir sammála um það að það hefur svo sannarlega haft jákvæð áhrif á samfélögin hér fyrir vestan. Okkur er annt um náttúruna, lífríkið og samfélögin sem byggjast upp í kringum eldið og gerum kröfu til þess að umhverfisslys líkt og það sem átti sér stað í Patreksfirði endurtaki sig ekki. Við viljum að allir þeir sem að koma, hvort sem það eru fyrirtækin sjálf, ríkið eða aðrir leggi metnað sinn til þess að hægt sé að sinna þessari nýju atvinnugrein svo að sátt sé um og sómi sé að. Það er ótrúlega erfitt og vont að hlusta á þá sem vilja útrýma þessari atvinnugrein, því þá eru þeir á sama tíma að vega að tilverurétti og afkomu fólks sem eftir allt sem á undan hefur gengið öðlast trú á framtíð samfélagsins hér fyrir vestan. Höfundur er íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Sjá meira
Á sunnanverðum Vestfjörðum hafði verið stöðug fólksfækkun í langan tíma. Ég ætla svo sem ekkert að rifja upp söguna það eru aðrir sem eru betur til þess fallnir en ég, en niðursveiflan var löng og mikils vonleysis gætti. Húsum og götum var ekki viðhaldið svo ég tali nú ekki um stofnanir bæjarins en það voru einfaldlega ekki til peningar til viðhalds. Þeir sem gátu og vildu fara fóru en margir voru fastir í átthagafjötrum þar sem ekki var markaður fyrir húsnæði á svæðinu og ef þú varst það „heppin“ að geta selt þá hafði það ekkert að segja upp í íbúð annars staðar á landinu þar sem húsnæðisverð var það lágt. Fjármálahrunið hafði engin áhrif hér, hrunið hér varð mikið fyrr svo niðursveiflan sem þið hin funduð fyrir í hruninu hafði engin áhrif á íbúa þessa svæðis, sem voru búin að upplifa hrunið í tugi ára áður en fjármálahrunið varð. Ég er ein af þeim sem fór suður árið 2004, ég var heppin, ég seldi einbýlishúsið mitt fyrir 4,5 milljónir. Ég kom svo aftur árið 2011, keypti mér hús á 18,1 milljón og sprengdi markaðinn á þeim tíma. Fasteignamatið á húsinu mínu hefur hækkað um 400% síðan þá. Laxeldið fer af stað hér í kringum 2008 og smám saman hafa hlutirnir breyst. Fólkið hefur öðlast trú á samfélaginu, og er tilbúið til þess að kaupa hér húsnæði og setjast að. Við sjáum hús vera gerð upp, ný hús rísa, sólpalla smíðaða og götur malbikaðar, kannski erfitt að setja sig í þessi spor ef þú hefur aldrei upplifað annað en að þetta sé sjálfsagður hlutur. Íbúar á Vestfjörðum tóku ekki ákvörðun um að fá til sín eldi og hafa ekkert endilega allir skoðun á því, en það eru allir sammála um það að það hefur svo sannarlega haft jákvæð áhrif á samfélögin hér fyrir vestan. Okkur er annt um náttúruna, lífríkið og samfélögin sem byggjast upp í kringum eldið og gerum kröfu til þess að umhverfisslys líkt og það sem átti sér stað í Patreksfirði endurtaki sig ekki. Við viljum að allir þeir sem að koma, hvort sem það eru fyrirtækin sjálf, ríkið eða aðrir leggi metnað sinn til þess að hægt sé að sinna þessari nýju atvinnugrein svo að sátt sé um og sómi sé að. Það er ótrúlega erfitt og vont að hlusta á þá sem vilja útrýma þessari atvinnugrein, því þá eru þeir á sama tíma að vega að tilverurétti og afkomu fólks sem eftir allt sem á undan hefur gengið öðlast trú á framtíð samfélagsins hér fyrir vestan. Höfundur er íbúi á sunnanverðum Vestfjörðum.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar