„Ekki spurning. Jesús minn, já“ Hólmfríður Gísladóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 10. október 2023 06:55 Aldís sagðist sannarlega þakklát að vera komin heim. Vísir/Einar Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“ Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í Keflavík þegar vélin lenti og ræddi meðal annars við Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, sem hafði keyrt meðfram landamærunum að Gaza aðeins um fimmtán tímum áður en að árásirnar hófust. Aldís sagði í samtali við Kristínu að Íslendingarnir hefðu upplifað mikið þakklæti þegar þær fregnir bárust að til stæði að senda flugvél til að ná í þá og að rætt hefði verið hversu heppnir þeir væru. Það væri ekki alls staðar sem innviðir væru til staðar til að taka svona ákvörðun. „Nei, mér fannst það ekki,“ svaraði Aldís spurð að því hvort hún hefði fundið fyrir hræðslu í hópnum. „Við vorum auðvitað í Jerúsalem og þar var minna um aðgerðir, alla vegna sem við urðum vör við. Við heyrðum tvær þrjár sprengingar og sáum reyk stíga upp úr hverfum en mér leið ekki eins og við værum í beinni hættu. En við fórum ekkert út af hótelinu nema rétt svona í allra nánasta umhverfinu.“ Aldís sagði það hafa verið ótrúlega upplifun að sjá vél Icelandair í norðurljósalitunum á flugvellinum en það hefði líka verið mjög góð tilfinning að vera komin yfir landamærin frá Ísrael til Jórdaníu. Það væri mikill léttir að vera komin heim. „Ekki spurning. Jesús minn, já.“
Átök Ísraela og Palestínumanna Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira