Í álitinu komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur í tengslum við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í ljósi þess að faðir hans keypti hlut í bankanum.
Við heyrum frá blaðamannafundi Bjarna frá því í morgun og fáum viðbrögð frá forkólfum stjórnarandstöðuflokkanna á þingi.
Einnig fjöllum við áfram um stöðuna í Ísrael og hin blóðugu átök sem þar geisa og ræðum við Íslendinga sem komu snemma í morgun til landsins eftir að hafa verið staddir í Jerúsalem þegar átökin hófust.