Réttindabarátta fatlaðs fólks í 47 ár – Landssamtökin Þroskahjálp Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 16. október 2023 16:00 Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Framsækni, staðfesta, þrautseigja og baráttugleði eru leiðarljós í starfsemi og stefnu samtakanna. Við leggjum mikla áherslu á að fatlað fólk komi sjálft að þeim ákvörðunum sem það varðar og að sjónarmið þess og vilji séu leiðandi í stefnu og baráttu okkar. Hér eru nokkur mikilvæg verkefni og áherslumál samtakanna. Við höfum ítrekað krafist þess að grunn örorku – og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur verði hækkaðar til jafns við lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði. Við höfum átt mikilvæg samtöl og samstarf við aðila vinnumarkaðarins um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks sem og stjórnendur í atvinnulífinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að standa sig miklu betur og sýna gott fordæmi. Við höfum lagt áherslu á jöfn tækifæri til náms á öllum skólastigum án aðgreiningar. Við rekum húsbyggingasjóð og byggjum og kaupum íbúðir fyrir fatlað fólk til langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Við leggjum mikla áherslu á að bæta þurfi þjónustu við fötluð börn og ungmenni á landinu öllu og ekki síst fötluð börn af erlendum uppruna Við höfum átt samtal við stjórnvöld, þar með talið útlendingayfirvöld, um viðkvæma stöðu fatlaðra umsækjenda um alþjóðlega vernd og fatlaðs flóttafólks og innflytjenda, ekki síst barna og þrýst á um að mál þeirra fái vandaða meðferð og að fullt tillit sé tekið til aðstæðna, þarfa og réttinda þessa afar berskjaldaða hóps. Við höfum lagt okkur fram við að auka aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli til að fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir geti nálgast mikilvægar upplýsingar og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við höfum átt samtöl við fólk í tæknigeiranum og stjórnkerfinu til að fylgja eftir þeirri mikilvægu og sjálfsögðu kröfu að í nútíð og framtíð verði þarfir og hagsmunir fatlaðs fólks miklu betur tryggðir við innleiðingu tæknilausna en verið hefur. Þetta er mjög brýnt og gríðarlega mikilvægt mannréttindamál. Við leggjum mikla áherslu á aðgengi fatlaðs fólks, og sérstaklega fatlaðra barna og ungmenna, að íþrótta- og tómstundarstarfi. Við höfum unnið að mörgum mikilvægum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla og bæta samráð við fatlað fólk, m.a. með því að búa til fræðsluefni fyrir starfsfólk sveitarfélaga og fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir um samráð og starfsemi notendaráða sveitarféalga. Nú í haust hófum við, í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Fjölmennt, fundaherferðina Sæti við borðið, sem er verkefni til stuðnings og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sem hefur áhuga á að sitja í notendaráðum á landsbyggðinni. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja raunverulegt og mikið samráð við fatlað fólk á landinu öllu og sérstaklega að tryggja að fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir fái viðeigandi stuðning og tækifæri til að segja skoðun sína og hafa áhrif. Margt hefur áunnist í réttindamálum fatlaðs fólks en mjög margt er ógert. Þrátt fyrir miklar breytingar á undanförnum árum og vonir um að gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem stjórnvöld vinna nú að undir forystu félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi enn meiri umbætur í för með sér, er ekkert sjálfsagt. Mannréttindi fólks og ekki síst fatlaðs fólks eru brothætt og því miður eru ýmsar blikur á lofti um að aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni og sækja fram – Sókn er besta vörnin! Landsþing Landsamtakanna Þroskahjálpar verður haldið laugardaginn 21. okt. nk á Hotel Reykjavík Grand. Eftir hádegi (kl. 13-16:30) munum við halda málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks undir yfirskriftinni Þak yfir höfuðið. Hvetjum við öll sem láta sig þetta mikilvæga réttindamál fatlaðs fólks varða að mæta á málþingið því umræðuefnið er svo sannarlega þarft og mikilvægt. Á afmælisdaginn sendir Þroskahjálp sérstakar þakkir til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stutt hafa fjárhagslega við samtökin í gegnum árin með því að kaupa listaverkaalmanak eða með beinum fjárstuðningi. Stuðningur almennings er grundvöllur allra þeirra verkefna sem Þroskahjálp vinnur að. Í tilefni dagsins er hafin forsala á almanakinu okkar inn á heimasíðu samtakanna. Án ykkar væri miklu minna bit í baráttu okkar og því viljum við nota þetta tækifæri til að þakka innilega fyrir okkur. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Samtökin byggja stefnu sína á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðlegum mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist, sem og heimsmarkmiðum SÞ, sem hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Framsækni, staðfesta, þrautseigja og baráttugleði eru leiðarljós í starfsemi og stefnu samtakanna. Við leggjum mikla áherslu á að fatlað fólk komi sjálft að þeim ákvörðunum sem það varðar og að sjónarmið þess og vilji séu leiðandi í stefnu og baráttu okkar. Hér eru nokkur mikilvæg verkefni og áherslumál samtakanna. Við höfum ítrekað krafist þess að grunn örorku – og endurhæfingarlífeyrisgreiðslur verði hækkaðar til jafns við lágmarkslaun á almennum vinnumarkaði. Við höfum átt mikilvæg samtöl og samstarf við aðila vinnumarkaðarins um atvinnuþátttöku fatlaðs fólks sem og stjórnendur í atvinnulífinu. Ríki og sveitarfélög þurfa að standa sig miklu betur og sýna gott fordæmi. Við höfum lagt áherslu á jöfn tækifæri til náms á öllum skólastigum án aðgreiningar. Við rekum húsbyggingasjóð og byggjum og kaupum íbúðir fyrir fatlað fólk til langtímaleigu á viðráðanlegu verði. Við leggjum mikla áherslu á að bæta þurfi þjónustu við fötluð börn og ungmenni á landinu öllu og ekki síst fötluð börn af erlendum uppruna Við höfum átt samtal við stjórnvöld, þar með talið útlendingayfirvöld, um viðkvæma stöðu fatlaðra umsækjenda um alþjóðlega vernd og fatlaðs flóttafólks og innflytjenda, ekki síst barna og þrýst á um að mál þeirra fái vandaða meðferð og að fullt tillit sé tekið til aðstæðna, þarfa og réttinda þessa afar berskjaldaða hóps. Við höfum lagt okkur fram við að auka aðgengi að upplýsingum á auðskildu máli til að fólk með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir geti nálgast mikilvægar upplýsingar og tekið virkan þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Við höfum átt samtöl við fólk í tæknigeiranum og stjórnkerfinu til að fylgja eftir þeirri mikilvægu og sjálfsögðu kröfu að í nútíð og framtíð verði þarfir og hagsmunir fatlaðs fólks miklu betur tryggðir við innleiðingu tæknilausna en verið hefur. Þetta er mjög brýnt og gríðarlega mikilvægt mannréttindamál. Við leggjum mikla áherslu á aðgengi fatlaðs fólks, og sérstaklega fatlaðra barna og ungmenna, að íþrótta- og tómstundarstarfi. Við höfum unnið að mörgum mikilvægum verkefnum sem hafa það að markmiði að efla og bæta samráð við fatlað fólk, m.a. með því að búa til fræðsluefni fyrir starfsfólk sveitarfélaga og fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir um samráð og starfsemi notendaráða sveitarféalga. Nú í haust hófum við, í samstarfi við Átak, félag fólks með þroskahömlun og Fjölmennt, fundaherferðina Sæti við borðið, sem er verkefni til stuðnings og fræðslu fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir sem hefur áhuga á að sitja í notendaráðum á landsbyggðinni. Það er bráðnauðsynlegt að tryggja raunverulegt og mikið samráð við fatlað fólk á landinu öllu og sérstaklega að tryggja að fatlað fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir fái viðeigandi stuðning og tækifæri til að segja skoðun sína og hafa áhrif. Margt hefur áunnist í réttindamálum fatlaðs fólks en mjög margt er ógert. Þrátt fyrir miklar breytingar á undanförnum árum og vonir um að gerð landsáætlunar um innleiðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem stjórnvöld vinna nú að undir forystu félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi enn meiri umbætur í för með sér, er ekkert sjálfsagt. Mannréttindi fólks og ekki síst fatlaðs fólks eru brothætt og því miður eru ýmsar blikur á lofti um að aldrei hafi verið mikilvægara en einmitt nú að standa vörð um þann árangur sem náðst hefur í baráttunni og sækja fram – Sókn er besta vörnin! Landsþing Landsamtakanna Þroskahjálpar verður haldið laugardaginn 21. okt. nk á Hotel Reykjavík Grand. Eftir hádegi (kl. 13-16:30) munum við halda málþing um húsnæðismál fatlaðs fólks undir yfirskriftinni Þak yfir höfuðið. Hvetjum við öll sem láta sig þetta mikilvæga réttindamál fatlaðs fólks varða að mæta á málþingið því umræðuefnið er svo sannarlega þarft og mikilvægt. Á afmælisdaginn sendir Þroskahjálp sérstakar þakkir til allra þeirra fjölmörgu einstaklinga sem stutt hafa fjárhagslega við samtökin í gegnum árin með því að kaupa listaverkaalmanak eða með beinum fjárstuðningi. Stuðningur almennings er grundvöllur allra þeirra verkefna sem Þroskahjálp vinnur að. Í tilefni dagsins er hafin forsala á almanakinu okkar inn á heimasíðu samtakanna. Án ykkar væri miklu minna bit í baráttu okkar og því viljum við nota þetta tækifæri til að þakka innilega fyrir okkur. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar