Á vef Veðurstofunnar segir að líkur séu á vindhviðum að þrjátíu metrum á sekúndu á þeim slóðum og því gott fyrir vegfarendur á ökutækjum sem taki á sig mikinn vind að fara varlega.
Talsverð rigning á Suðausturlandi, en von á rigningu í öllum landshlutum, úrkomuminnst á Norðurlandi.
Reikna má með hita á bilinu eitt til níu stig, en hlýnar heldur er dregur nær helginni.
„Í nótt dregur síðan heldur úr úrkomu, en von er á næstu rigningargusu á fimmtudag. Það eru því blautir og vindasamir dagar framundan í þessari viku,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag: Suðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast við suðvesturströndina. Dálítil rigning, en þurrt og bjart með köflum norðanlands. Hiti 2 til 9 stig.
Á fimmtudag: Suðaustan 13-20 m/s, hvassast við suðurströndina. Rigning, talsverð suðaustantil og hiti 5 til 11 stig.
Á föstudag: Suðaustlæg átt, 8-13 m/s, en 13-18 norðaustantil. Rigning, talsverð suðaustanlands, en styttir upp um vestan- og norðanvert landið er líður á daginn. Hiti breytist lítið.
Á laugardag: Suðlæg átt og rigning, en þurrt að kalla á Norðurlandi. Hiti 6 til 11 stig.
Á sunnudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt með ringingu en að mestu bjart norðantil.