Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast á slaginu tólf.

Tæplega átta hundruð þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins um Keflavíkurflugvöll í sumar. Sumarið er stærsta ferðamannasumarið síðan ferðamannafjöldi náði hámarki árið 2018. 

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar um þetta stóra ferðamannasumar. 

Þá verður rætt við forseta Ungra umhverfissinna sem fagnar nýrri vísindaskýrslu um loftslagsbreytingar á Íslandi, þó niðurstöður hennar séu sláandi. Hann kallar eftir því að loftslagsmál ráði för í öllum ákvörðunum stjórnvalda. 

Biskup mun ekki taka fjármálaákvarðanir verði tillögur starfshóps á vegum þjóðkirkjunnar samþykktar. Meðlimur hópsins segir að það sé ekki sniðugt að biskup veri ábyrgð á ýmsum fjármálagjörningum innan þjóðkirkjunnar.

Næstum allt flug á landinu liggur niðri vegna óveðurs í dag. Afar hvasst er á suðvestanverðu landinu og verður áfram fram á kvöld. Miklum rigningum sunnanlands er svo spáð á morgun.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×