Listaverkasafn Berlusconi skapar vandræði fyrir afkomendurna Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2023 07:49 Silvio Berlusconi árið 1985. Hann var duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Getty Einn af helstu menningarvitum og listaverkagagnrýnendum Ítalíu hefur hæðst að listaverkasafni sem forsætisráðherrann fyrrverandi, Silvio Berlusconi, skildi eftir sig þegar hann lést í júní síðastliðinn. Safnið hefur skapað ákveðin vandræði fyrir afkomendur og erfingja Berlusconi. Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011. Ítalía Myndlist Menning Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Gagnrýnandinn Vittorio Sgarbi segir að safn forsætisráðherrans fyrrverandi samanstandi af um 25 þúsund listaverkum sem séu að langstærstum hluta af litlum gæðum og svo gott sem verðlaus. Í frétt BBC segir að Berlusconi hafi um árabil verið duglegur að kaupa listaverk og höggmyndir sem boðin voru til sölu í sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á kvöldin. Fram kemur að þetta mikla safn hafi veitt afkomendum Berlusconi ákveðnu hugarangri, enda viti þeir ekki hvað eigi að gera við það, nú að Berlusconi gengnum. Myndirnar séu verðveittar í rúmlega þrjú þúsund fermetra vöruhúsi, ekki langt frá sveitasetri Berlusconi fyrir utan Mílanó. Um 120 milljónir króna kosti að reka vöruhúsið á ári. Í safninu eru meðal annars að finna myndir af Maríu mey, nöktum konum og myndir af húsum í París, Napolí og Feneyjum, að því er segir í frétt La Repubblica. Þá segir að timburmaðkar hafi þegar eyðilagt fjölda verkanna. Sgarbi gefur lítið fyrir safnið en segir þó að einhverjir, sem hafi litla kunnáttu um list, kunni vafalaust að hafa gaman af því að sjá myndirnar. Mögulega séu sex eða sjö myndir í safninu öllu sem hafi menningarlegt gildi. Þó kemur fram að safnið sé metið á um tuttugu milljónir evra, um þrjá milljarða króna. Auðævi Berlusconi voru metin á um sex milljarða evra þegar hann lést, um 880 milljarða íslenskra króna. Fjölmiðlamógúllinn stofnaði stjórnmálaflokkinn Forza Italia árið 1993 og komst fyrst til valda sem forsætisráðherra árið 1994. Hann fór fyrir fjórum ríkisstjórnum til 2011.
Ítalía Myndlist Menning Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira