Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. október 2023 12:06 Sara Lind Guðbergsdóttir er forstjóri Ríkiskaupa. Vísir/Vilhelm Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að þingmenn sem ferðast til útlanda vegna starfa fái flugpunkta á einkakort fljúgi þeir með ákveðnum flugfélögum, þrátt fyrir að ferðin sé greidd af ríkinu. Punktana geta þeir svo notað sjálfir þegar flogið er í persónulegum erindagjörðum. Þingmenn þurfa eðli málsins samkvæmt reglulega að ferðast til útlanda á ráðstefnur og aðra fundi. Þegar flugferðir eru bókaðar sér skrifstofa Alþingis um að bóka flugið en þingmenn fá samt sem áður, gegn vissum skilyrðum, að velja sjálfir með hvaða flugfélagi er flogið. Sara Lind Guðbergsdóttir forstjóri Ríkiskaupa birti færslu á Linkedin-síðu sinni í dag þar sem hún gagnrýndi fyrirkomulagið. „Persónulegur ávinningur á ekki og má ekki hafa hér áhrif. Það er mikilvægt að stofnanir ríkisins brýni það fyrir sínu fólki að hvatar eins og þeir sem að framan er lýst mega ekki hafa áhrif við val.“ Hún segir gagnrýnina sem fram hefur komið fullkomlega réttmæta og kveðst ekki ætla að halda öðru fram en það kunni að skapa freistnivanda hjá starfsfólki þegar það bókar flug, að kaupa heldur flug hjá þeim aðila – Icelandair – sem býður upp á möguleikann á hlunnindum, sem til dæmis alþingismenn, geta síðan nýtt til persónulegra nota. Starfsfólk þurfi að velja hagkvæmasta kostinn „En hvað er hægt að gera? Er bókunarþjónusta til þess fallin að leysa þetta? Svarið er einfaldlega nei að óbreyttri þjónustu annars aðilans. Því eftir sem áður getur starfsfólk skráð þessar upplýsingar í vildarkerfið að loknu flugi og ekki vinnandi vegur að hafa eftirlit með því. Og sem betur fer búum við ekki í landi þar sem ríkið fer að skipta sér af þjónustuframboði fyrirtækja og fögnum því heldur að á markaði sé svigrúm fyrir mismunandi þjónustu,“ segir Sara Lind. Hún bætir við að gera þurfi þá kröfu að starfsfólk ríkisins velji ávallt hagkvæmasta kostinn sem í boði er. Samkvæmt núgildandi rammasamningi Ríkiskaupa séu aðeins tveir bjóðendur, Icelandair og Play, og að markmiðið sé skýrt: að fá hagkvæmasta verð í flugfargjöldum hverju sinni. Forstjóri Play gagnrýnir fyrirkomulagið „Rammasamningurinn um flugfargjöld er í endurskoðun og samhliða endurskoðuninni fer fram mat á möguleikanum um samning bókunarþjónustu. Það er óumflýjanlegt að þessi atriði komi þar til skoðunar enda markmiðið að ná fram hagkvæmum verðum og efla samkeppni á sama tíma og við gætum að jafnræði aðila,“ heldur Sara Lind áfram. Birgir Jónsson forstjóri Play hefur áður gagnrýnt fyrirkomulagið og segir að verið sé að búa til hreinan hvata fyrir þingmenn að velja eitt flugfélag fram yfir annað. Hann skrifar athugasemd við færslu Söru Lindar og segir óeðlilegt að persónulegur ávinningur þingmanna hafi áhrif. „Ef ríkið ætlar sér að ná alvöru hagræðingu í rekstrinum þá þarf nýtt hugarfar og hætta meðvirkni með ástandi sem allir sjá að er mjög óeðlilegt. Það er gott að sjá umbreytinguna á Ríkiskaupum og gott að sjá fagmennskuna sem ræður þar för,“ skrifar Birgir undir færsluna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Alþingi Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira