Markverðir Arsenal meðal þeirra fimm sem hafa hlutfallslega varið fæst skot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 23:30 Ramsdale og Raya eru að berjast um stöðuna hjá Arsenal. Nick Potts/Getty Images Markvörðurinn David Raya gekk í raðir Arsenal frá Brentford á láni fyrir núverandi leiktíð. Aaron Ramsdale hafði staðið vaktina í marki Arsenal undanfarin ár og hélt því áfram áður en Raya tók stöðuna af honum. Hvorugur hefur þó sýnt sínar bestu hliðar. Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira
Raya gekk í raðir Arsenal og í kjölfarið fór Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, mikinn í fjölmiðlum þar sem hann talaði um að félagið væri nú með tvo frábæra markverði og hann ætlaði sér einfaldlega að spila þeim báðum. Gekk hann svo langt á að opna á möguleikann að þeir myndu hafa vaktaskipti í miðjum leik. Ramsdale hélt þó sætinu í upphafi tímabils en var langt því frá sannfærandi og var svo í kjölfarið settur á bekkinn. Raya hefur hins vegar heldur ekki fundið sig og leit einkar illa út í 2-2 jafntefli Arsenal gegn Chelsea á dögunum. Sem stendur eru bæði Raya og Ramsdale meðal þeirra fimm markvarða ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa hlutfallslega varið fæst skot. Worst save success rates in the Premier League this season (4+ apps):1 Aaron Ramsdale - 55.5%2 James Trafford - 57.6%3 Bart Verbruggen - 58.8%4 Jason Steele - 59.3%5 David Raya - 61.5% Perhaps rotating goalkeepers isn't the best idea... pic.twitter.com/skHqZVY0LC— WhoScored.com (@WhoScored) October 23, 2023 Hinn 25 ára gamli Ramsdale er á toppi listans, sem þýðir að hlutfallslega hefur hann varið fæst skot í deildinni, með 55,5 prósent markvörslu. Hann hefur spilað fimm leiki í öllum keppnum, haldið tvívegis hreinu og fengið á sig fjögur mörk. Hinn 28 ára gamli Raya er litlu skárri en hann er með 61.5 prósent markvörslu. Hann hefur alls spilað sjö leiki í öllum keppnum og þó hann hafi haldið marki sínu fjórum sinnum hreinu þá hefur hann fengið á sig sex mörk til þessa. Það vekur athygli að þeir Jason Steele og Bart Verbruggen, markverðir Brighton & Hove Albion eru einnig á listanum en þeir hafa deilt stöðunni það sem af er tímabili. Arsenal mætir Sevilla í Andalúsíu í Meistaradeild Evrópu annað kvöld og verður forvitnilegt að sjá hvort Raya eða Ramsdale standi vaktina í marki liðsins. Arteta var spurður út í mistök Raya gegn Chelsea á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins annað kvöld. „Mistök gerast í fótbolta. Þetta er pressan sem fylgir því að spila fyrir stórt félag. Við verðum að vinna og þú verður að eiga þinn besta leik því það er einhver sem ýtir við þér alla daga.“ Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 sem og Meistaradeildarmessan mun fylgjast gaumgæfilega með öllu sem gerist.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sjá meira