Elvar Már ældi og var með svima í leiknum sögulega Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2023 08:31 Elvar Már skráði sig í sögubækurnar í leik í Meistaradeildinni í síðustu viku. @BASKETBALLCL Körfuboltamaðurinn Elvar Már Friðriksson skráði nafn sitt í sögubækurnar í síðustu viku þegar hann var sá þriðji í sögunni til að ná í þrefalda tvennu í leik í Meistaradeildinni. Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“ Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira
Elvar og félagar hans í gríska liðinu PAOK mættu Galatasaray frá Tyrklandi í Meistaradeildinni. Elvar gerði sér lítið fyrir og endaði leikinn með þrefalda tvennu. Hann skoraði 19 stig, tók 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. PAOK vann að lokum 88-77 sigur í þessum fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. „Mér leið frekar illa fyrir leik og þurfti að setjast niður svona þremur mínútum fyrir leik kastandi upp og var með svima. Mér leið ekkert allt of þægilega. Svo þegar leið á leikinn var ég allt í lagi. Svo aftur í hálfleik var ég alveg búinn á því og þurfti að æla. Ég var í rauninni alltaf að berjast við einhverja vanlíðan en náði einhvern veginn að gleyma mér í momenti leiksins. Þetta var örugglega einhver blanda af spennu og stressi og öllu því.“ Þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum vantaði Elvari aðeins eina stoðsendingu upp á að ná í þrefalda tvennu. Hann segist ekki hafa verið meðvitaður um stöðuna. „Ég var bara að hugsa um stigamuninn í riðlakeppninni. Ég var í þessari keppni í fyrra og þá féllum við úr leik út af stigamun. Ég passaði mig því á því að spila á fullu allar fjörutíu mínúturnar. Ég sá að þeir voru eiginlega hættir og voru ekki alveg að átta sig á þessu.“ Elvar gekk til liðs við PAOK í sumar en eftir frammistöðu hans í umræddum leik finnur hann sannarlega fyrir aukinni athygli úti í Grikklandi. Hann er aðeins þriðji leikmaðurinn í sögu Meistaradeildarinnar til að ná í þrefalda tvennu og hefur það ekki gerst í sex ár. „Ég sé greinilega að Grikkirnir fara mjög hátt upp þegar vel gengur og mjög langt niður þegar illa gengur. Þeir eru mjög hátt uppi núna og ég er búinn að fá miklu meiri athygli en ég bjóst við sem er bara fínt. Ég er held ég þriðji í sögunni sem næ þessu og ég er ekki sá stærsti. Ég held ég sé alveg bókað sá langminnsti sem hef gert þetta.“
Körfubolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Sjá meira