Hafnarfjarðarbær þurfti ekki að greiða matarkostnað einkaskólabarns í Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2023 12:58 Mikil röskun varð á skólastarfi í kórónuveirufaraldrinum og máttu nemendur til dæmis ekki koma með nesti í sumum skólum. Vísir/Vilhelm Hafnarfjarðarbæ var heimilt að synja foreldrum grunnskólabarns um greiðslu matarkostnaðar barnsins þeirra á meðan samkomubann vegna Covid-19 varði. Foreldrarnir höfðu farið fram á að bærinn greiddi matarkostnað barnsins, sem var nemandi í einkareknum grunnskóla, eins og það gerði fyrir börn sem gengu í skóla rekna af sveitarfélaginu. Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“ Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Þetta segir í úrskurði mennta- og barnamálaráðuneytisins í málinu sem kveðinn var upp 1. október síðastliðinn. Málið varðar kæru foreldra á ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar þann 9. júní 2020 um að synja þeim um greiðslu matarkostnaðar barns þeirra, sem gekk í einkarekinn grunnskóla, á tímabilinu 16. mars til 4. maí 2020. Hafnarfjarðarbær hafði á þeim tíma greitt matarkostnað grunnskólabarna sem gengu í skóla sem reknir eru á sveitarfélaginu en samkomubann var þá í gildi vegna kórónuveirunnar. Foreldrarnir kærðu fyrst til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, sem nú er innviðaráðuneytið, sem kvað upp úrskurð í málinu 28. júlí 2021, sem staðfesti ákvörðun Hafnarfjarðar. Foreldrarnir leituðu í kjölfarið til umboðsmanns Alþingis sem lauk meðferð máls þeirra með áliti 8. júní 2022. Þar komst umboðsmaður að því að málið hefði átt heima á borði mennta- og barnamálaráðuneytisins. Málið fór til endurupptöku hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu 5. september í fyrra. Samkomutakmarkanir á tímabilinu 16. mars til 4. maí leiddu meðal annars til röskunar á skólastarfi og ákvað Hafnarfjarðarbær að breyta fyrirkomulagi skólamálsverða í grunnskólum sem sveitarfélagið rekur. Breytingarnar fólust í meginatriðum í því að mötuneytum skólanna var lokað, tekin upp neyðarþjónusta á mat sem öllum nemendum skólanna stóð til boða án greiðslu en bannað var að taka nesti með í skólana. Aðrar reglur í skólum sem foreldrar velji að senda börn sín í Á þessum tíma hafði bærinn samning við fyrirtæki um framreiðslu skólamálsverða í öllum grunnskólum reknum af Hafnarfjarðarbæ nema einum. Breyting á fyrirkomulagi málsverðanna var tekin í samráði við fyrirtækið og ákveðið að foreldrar sem greitt höfðu fyrirfram fyrir skólamálsverði í mars 2020 gæti tekið út þá málsverði sem féllu niður vegna ráðstafananna síðar á skólaárinu án greiðslu. Foreldrar barnsins fóru fram á að þetta sama fyrirkomulag myndi gilda fyrir barn þeirra og Hafnarfjarðarbær synjaði beiðninni. Í kæru foreldranna sögðu þau bæinn hafa brotið á jafnræðisreglu. Þau lögðu jafnframt áherslu á að einkaréttarlegur samningur bæjarins við sjálfstætt starfandi skólans leysti sveitarfélagið ekki undan skyldum til að gæta jafnræðis gagnvart börnum sem þar stunduðu nám. Segir í niðurstöðu úrskurðarins að þegar kæmi að gjaldheimtu í sjálfstætt starfandi grunnskólum hafi svigrúm til útfærslu á ákveðnum þáttum skólastarfsins. Um gjaldheimtu í sjálfstætt reknum grunnskólum, sem foreldrar hafi frjálst val um að börn þeirra sæki, gildi janframt í grundvallaratriðum aðrar lagareglur en um gjaldheimtu í skólum sem reknir eru af sveitarfélögum. „Samkvæmt framansögðu verður litið svo á að gjaldheimta vegna skólamálsverða í skólum sem Hafnarfjarðarbær rekur sé ekki sambærileg í lagalegu tilliti og gjaldheimta vegna skólamálsverða í sjálfstætt reknum skólum sem sveitarfélagið er með þjónustusamning við.“
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira