Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. október 2023 13:15 Robert Fico, nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, þykir hliðhollur rússneskum stjórnvöldum. AP Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. El País greinir frá því að þetta hafi verið á meðal kosningaloforða hans og Smer, flokks hans sem bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi í síðasta mánuði. Robert Fico var forsætisráðherra Slóvakíu á árunum 2006 til 2010 og aftur frá 2012 til 2018 en tapaði kosningum 2020 í kjölfar spillingarmála. Í sigurræðu sinni sagði hann að „slóvakíska þjóðin hefði stærri vandamál en Úkraínu“ og bætti við að „frekari dráp hjálpi engum.“ Fico hefur áður lýst aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur margsinnis verið sakaður um einræðistilburði og að grafa undan lýðræði og frelsi dómstóla þar í landi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi og þykir hliðhollur Pútín og stjórn hans. Andrej Danko, formaður hægriöfgaflokksins Þjóðarflokks Slóvakíu sem er einn samstarfsflokka Smer í ríkisstjórn, hefur lýst skýrum stuðningi við Rússland. Hann hefur meðal annars sagt að svæði í Úkraínu sem hafa verið hernumin af Rússlandi séu ekki „sögulega úkraínsk“ og kallað utanríkisráðherra Rússlands, Sergej Lavrov, kæran vin sinn. Í kosningabaráttunni fjallaði Fico mikið um Úkraínu og meðal helstu loforða hans voru algjör stöðvun á hernaðaraðstoð, aukið sjálfstæði Slóvakíu í utanríkismálum og herða tökin á landamærunum. Hingað til hefur Slóvakía stutt við bak Úkraínumanna og gefið hernaðargögn ásamt því að opna landamæri sín fyrir Úkraínumönnum sem hafa flúið land vegna átakanna. Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
El País greinir frá því að þetta hafi verið á meðal kosningaloforða hans og Smer, flokks hans sem bar sigur úr býtum í þingkosningum þar í landi í síðasta mánuði. Robert Fico var forsætisráðherra Slóvakíu á árunum 2006 til 2010 og aftur frá 2012 til 2018 en tapaði kosningum 2020 í kjölfar spillingarmála. Í sigurræðu sinni sagði hann að „slóvakíska þjóðin hefði stærri vandamál en Úkraínu“ og bætti við að „frekari dráp hjálpi engum.“ Fico hefur áður lýst aðdáun sinni á Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, sem hefur margsinnis verið sakaður um einræðistilburði og að grafa undan lýðræði og frelsi dómstóla þar í landi. Þá hefur hann einnig gagnrýnt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi og þykir hliðhollur Pútín og stjórn hans. Andrej Danko, formaður hægriöfgaflokksins Þjóðarflokks Slóvakíu sem er einn samstarfsflokka Smer í ríkisstjórn, hefur lýst skýrum stuðningi við Rússland. Hann hefur meðal annars sagt að svæði í Úkraínu sem hafa verið hernumin af Rússlandi séu ekki „sögulega úkraínsk“ og kallað utanríkisráðherra Rússlands, Sergej Lavrov, kæran vin sinn. Í kosningabaráttunni fjallaði Fico mikið um Úkraínu og meðal helstu loforða hans voru algjör stöðvun á hernaðaraðstoð, aukið sjálfstæði Slóvakíu í utanríkismálum og herða tökin á landamærunum. Hingað til hefur Slóvakía stutt við bak Úkraínumanna og gefið hernaðargögn ásamt því að opna landamæri sín fyrir Úkraínumönnum sem hafa flúið land vegna átakanna.
Slóvakía Evrópusambandið NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra í góðri stöðu Flokkur umdeilds fyrrverandi forsætisráðherra Slóvakíu bar sigur úr býtum í þingkosningum gærdagsins og fékk nærri því fjórðung atkvæða. Smer-flokkurinn er leiddur af Robert Fico, sem þykir vinveittur yfirvöldum í Rússlandi og hefur heitið því að hætta öllum stuðningi við Úkraínu. 1. október 2023 10:44