Morðið átti sér stað 18. maí 2021 en dómur í málinu var kveðinn upp í ágúst síðastliðnum.
Daníel var fundinn sekur um að hafa myrt Pham í kjölfar þess að stuttu ástarsambandi þeirra lauk en í frétt á msn.com og lawandcrime.com segir að í aðdraganda morðsins hafi Daníel orðið aggressívur í garð Pham og meðal annars ekið á ofsahraða eitt sinn þegar hún var með honum í bílnum.
Var Pham í símanum og veitti honum þar með ekki næga athygli.
Þá hefði Daníel kallað Pham „heimska tík“ þegar hún vildi ekki koma heim til hans og hann orðið reiður þegar ljóst varð að Pham endurgalt ekki tilfinningar hans.
Daníel er sagður hafa ráðist á Pham og banað henni með ísexi. Sló hann hana ítrekað og sundurlimaði þannig næstu líkið. Þegar komið var að honum stóð hann yfir líkinu ataður í blóði.
Daníel er 23 ára gamall og á íslenskan föður en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til Ridgecrest í Kaliforníu, þar sem Daníel gekk í gagnfræðaskóla.