Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Valur 75-84 | Valsmenn sóttu sigur á Krókinn Arnar Skúli Atlason skrifar 27. október 2023 22:15 Kristófer Acox lét til sín taka í kvöld. Vísir/Davíð Már Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki í stórleik helgarinnar í Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Valur leiddu saman hesta sína á Sauðárkróki í kvöld, Tindastóll fyrir leikinn taplaust á toppi deildarinnar en Valur tapaði sínum fyrsta leik í seinustu umferð. Helgi Rafn Viggósson var heiðraður fyrir sín 22 ár sem leikmaður Tindastóls og fyrir leik var treyjan hans hengd upp. Helgi Rafn fyrir leik.Vísir/Davíð Már Fyrsti leikhluti hófst með þriggjastiga körfu, en þá kom góður kafli frá Val en þeir skoruðu tíu stig í röð og tóku forustu í leiknum og voru sterkari í þessu fyrsta leikhluta, Antonio Monteiro sallaði stigunum á lið Tindastóls en hann gerði 11 stig í fyrsta leikhluta þar sem Valur leiddi að honum loknum 15-21. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti, Valur skrefinu á undan og Tindastóll að elta og reyna að ná niður muninum. Leiðir skildu um miðjan fjórðunginn þegar Valur kom muninum upp í 15 stig og Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson leiddu Valsmenn áfram og átti frekar auðvelda leið að körfu Tindastóls í fjórðungnum, Tindastóll átti erfitt með að finna svör við varnarleik Vals og átti erfiða leið að körfunni. Joshua Jefferson var öflugur í kvöld.Vísir/Davíð Már Tindastóll hóf þriðja leikhlutann af miklum krafti og söxuðu á forskotið hjá Val, Það kviknaði á Drungilas sóknarlega og hann setti hann hverja körfuna á fætur annari og Tindastóll kom muninum niður í 4 stig í leikhlutanum. Valur náði að bíta frá sér og rífa sig frá Tindastól aftur framlag frá Joshua Jefferson og Benedikt Blöndal komu þessu aftur upp í tíu stiga mun 54-64 fyrir seinasta leikhlutann. Antonio Monteiro hóf seinasta fjórðunginn vel, setti þrjá þrista og Valur kom muninum upp í 18 stig, Tindastóll reyndi hvað þeir gátu að koma til baka, en styrkur Valsmanna of mikill fyrir Tindastóll en Valsmenn fóru með sigur að hólmi 84-75. Valsmenn fóru með stigin tvö heim á Hlíðarenda.Vísir/Davíð Már Af hverju vann Valur? Voru yfir nánast allan leikinn og voru skrefi á undan báráttu glöðum Stólum, Framlag frá öllum varnarlega og sóknarlega, tóku mikið af sóknarfráköstum sem bauð uppá aukaskot. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Monteiro var mjög góður fyrir Val í kvöld, Kristinn Pálsson var líka frábær fyrir þá, mikilvæg stig af bekknum frá Benedikt Blöndal var gott veganesti í dag. Kristinn var frábær í kvöld.Vísir/Davíð Már Hjá Tindastól voru Þórir, Ragnar og Drungilas í seinni hálfleik góðir og skiluðu miklu framlagi fyrir Tindastól. Í Tindastól vantaði marga sterka pósta en framlagið þeirra sem spiluðu í kvöld var gott Hvað gekk illa? Tindastóll gekk illa í fyrri hálfleik að skora boltanum, en það breyttist í seinni hálfleik. Bæði lið voru ekki að eiga frábæran skot-leik. Bæði skot Hjálmars Stefánssonar geiguðu.Vísir/Davíð Már Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í Kópavoginn og taka þar á móti Breiðablik. Valur fá strákana úr Stjörnunni í heimsókn, báðir leikir á fimmtudaginn 2 nóvember klukkan 19:15. Pavel: Fannst strákarnir sína rosalega karakter í dag Pavel á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Davíð Már „Hver heldur þú að viðbrögðin séu,“ spurði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á móti aðspurður hver fyrstu viðbrögð eftir leik væru. „Ég er einstaklega stoltur af strákunum, fannst þeir sína rosalega karakter í dag. Það var mikið lagt á þá, fyrir utan líkamlega partinn í þessu. Var oft sem þeir gátu lagt niður störf og hérna fundið sér afsakanir til að tapa þessum leik sannfærandi en við gerðum það aldrei.“ „Leiðinlega nálægt, þetta var þarna, súrsæt tilfinging. Strákarnir sýndu ofboðslega sterkt hjarta í dag en á sama tíma var það nógu stórt að vinna þennan leik en við gerðum það ekki, það fer á morgun.“ „Við erum ekki hérna til að berjast eitthvað, við erum ekkert hérna til að vera með, þótt að aðstæðurnar okkar eru eins og þær eru. Eins og ég sagði þér fyrir leikinn, erum við með nógu marga leikmenn til að vinna leikinn. Við vorum með það og það var þarna, Valsmenn gerðu nógu mikið til að klára þetta sem þeir áttu fullkomlega skilið.“ Finnur Freyr: Frammistaðan ekkert sértaklega góð en við tökum sigurinn út úr þessu Finnur Freyr í leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már „Ánægður að koma á þennan útivöll og vinna sigur, ekkert sjálfgefið að koma hingað og taka sigur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Það er svona, hinir og þessir hlutir, sumir hlutir gengu illa og Stólarnir spiluðu miklum krafti án lykilleikmanna. Við vorum nógu góðir nógu lengi til þess að komast heim með sigurinn, frammistaðan samt ekkert sértaklega góð en við tökum sigurinn út úr þessu.“ „Það er ekkert sem kom okkur sértaklega á óvart við vissum að þeir myndu koma með krafti. Við litum á töfluna, sáum að við vorum yfir og héldum að við værum komnir með góða stöðu. Hefðum mátt læra frá Keflavík í seinustu viku að það gengur ekki upp og það gekk heldur ekki upp hérna í byrjun seinni. En við náðum allavega að finna smá svör og ná nokkrum stoppum í röð til að byggja upp mun aftur,“ sagði Finnur Freyr að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Tindastóll Valur
Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Síkinu á Sauðárkróki í stórleik helgarinnar í Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Valur leiddu saman hesta sína á Sauðárkróki í kvöld, Tindastóll fyrir leikinn taplaust á toppi deildarinnar en Valur tapaði sínum fyrsta leik í seinustu umferð. Helgi Rafn Viggósson var heiðraður fyrir sín 22 ár sem leikmaður Tindastóls og fyrir leik var treyjan hans hengd upp. Helgi Rafn fyrir leik.Vísir/Davíð Már Fyrsti leikhluti hófst með þriggjastiga körfu, en þá kom góður kafli frá Val en þeir skoruðu tíu stig í röð og tóku forustu í leiknum og voru sterkari í þessu fyrsta leikhluta, Antonio Monteiro sallaði stigunum á lið Tindastóls en hann gerði 11 stig í fyrsta leikhluta þar sem Valur leiddi að honum loknum 15-21. Annar leikhluti var svipaður og sá fyrsti, Valur skrefinu á undan og Tindastóll að elta og reyna að ná niður muninum. Leiðir skildu um miðjan fjórðunginn þegar Valur kom muninum upp í 15 stig og Kristinn Pálsson og Joshua Jefferson leiddu Valsmenn áfram og átti frekar auðvelda leið að körfu Tindastóls í fjórðungnum, Tindastóll átti erfitt með að finna svör við varnarleik Vals og átti erfiða leið að körfunni. Joshua Jefferson var öflugur í kvöld.Vísir/Davíð Már Tindastóll hóf þriðja leikhlutann af miklum krafti og söxuðu á forskotið hjá Val, Það kviknaði á Drungilas sóknarlega og hann setti hann hverja körfuna á fætur annari og Tindastóll kom muninum niður í 4 stig í leikhlutanum. Valur náði að bíta frá sér og rífa sig frá Tindastól aftur framlag frá Joshua Jefferson og Benedikt Blöndal komu þessu aftur upp í tíu stiga mun 54-64 fyrir seinasta leikhlutann. Antonio Monteiro hóf seinasta fjórðunginn vel, setti þrjá þrista og Valur kom muninum upp í 18 stig, Tindastóll reyndi hvað þeir gátu að koma til baka, en styrkur Valsmanna of mikill fyrir Tindastóll en Valsmenn fóru með sigur að hólmi 84-75. Valsmenn fóru með stigin tvö heim á Hlíðarenda.Vísir/Davíð Már Af hverju vann Valur? Voru yfir nánast allan leikinn og voru skrefi á undan báráttu glöðum Stólum, Framlag frá öllum varnarlega og sóknarlega, tóku mikið af sóknarfráköstum sem bauð uppá aukaskot. Hverjir stóðu upp úr? Antonio Monteiro var mjög góður fyrir Val í kvöld, Kristinn Pálsson var líka frábær fyrir þá, mikilvæg stig af bekknum frá Benedikt Blöndal var gott veganesti í dag. Kristinn var frábær í kvöld.Vísir/Davíð Már Hjá Tindastól voru Þórir, Ragnar og Drungilas í seinni hálfleik góðir og skiluðu miklu framlagi fyrir Tindastól. Í Tindastól vantaði marga sterka pósta en framlagið þeirra sem spiluðu í kvöld var gott Hvað gekk illa? Tindastóll gekk illa í fyrri hálfleik að skora boltanum, en það breyttist í seinni hálfleik. Bæði lið voru ekki að eiga frábæran skot-leik. Bæði skot Hjálmars Stefánssonar geiguðu.Vísir/Davíð Már Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn í Kópavoginn og taka þar á móti Breiðablik. Valur fá strákana úr Stjörnunni í heimsókn, báðir leikir á fimmtudaginn 2 nóvember klukkan 19:15. Pavel: Fannst strákarnir sína rosalega karakter í dag Pavel á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Davíð Már „Hver heldur þú að viðbrögðin séu,“ spurði Pavel Ermolinskij, þjálfari Tindastóls, á móti aðspurður hver fyrstu viðbrögð eftir leik væru. „Ég er einstaklega stoltur af strákunum, fannst þeir sína rosalega karakter í dag. Það var mikið lagt á þá, fyrir utan líkamlega partinn í þessu. Var oft sem þeir gátu lagt niður störf og hérna fundið sér afsakanir til að tapa þessum leik sannfærandi en við gerðum það aldrei.“ „Leiðinlega nálægt, þetta var þarna, súrsæt tilfinging. Strákarnir sýndu ofboðslega sterkt hjarta í dag en á sama tíma var það nógu stórt að vinna þennan leik en við gerðum það ekki, það fer á morgun.“ „Við erum ekki hérna til að berjast eitthvað, við erum ekkert hérna til að vera með, þótt að aðstæðurnar okkar eru eins og þær eru. Eins og ég sagði þér fyrir leikinn, erum við með nógu marga leikmenn til að vinna leikinn. Við vorum með það og það var þarna, Valsmenn gerðu nógu mikið til að klára þetta sem þeir áttu fullkomlega skilið.“ Finnur Freyr: Frammistaðan ekkert sértaklega góð en við tökum sigurinn út úr þessu Finnur Freyr í leik kvöldsins.Vísir/Davíð Már „Ánægður að koma á þennan útivöll og vinna sigur, ekkert sjálfgefið að koma hingað og taka sigur,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, um sín fyrstu viðbrögð eftir leik. „Það er svona, hinir og þessir hlutir, sumir hlutir gengu illa og Stólarnir spiluðu miklum krafti án lykilleikmanna. Við vorum nógu góðir nógu lengi til þess að komast heim með sigurinn, frammistaðan samt ekkert sértaklega góð en við tökum sigurinn út úr þessu.“ „Það er ekkert sem kom okkur sértaklega á óvart við vissum að þeir myndu koma með krafti. Við litum á töfluna, sáum að við vorum yfir og héldum að við værum komnir með góða stöðu. Hefðum mátt læra frá Keflavík í seinustu viku að það gengur ekki upp og það gekk heldur ekki upp hérna í byrjun seinni. En við náðum allavega að finna smá svör og ná nokkrum stoppum í röð til að byggja upp mun aftur,“ sagði Finnur Freyr að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti