Díll aldarinnar reyndist kerfisvilla Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2023 13:11 Ekki mikið að borga 18.700 krónur á mánuði fyrir slíka drossíu... Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað leigusamning á Teslu 3 Long Range ólöglegan en tæpt var það. Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira
Maður nokkur taldi sig vera að gera kaup aldarinnar þegar hann rakst á auglýsingu sem honum leyst vel á. Hún hljóðaði svo: „Verðlækkun! Ekki missa af þinni Teslu 3 Long Range til leigu strax“. Neðar hafi sagt: „Tesla 3 Long Range á lækkuðu verði! Tíminn er núna! Taktu þessu einstaka tilboði og fáðu þína Teslu á lækkuðu verði. Bókaðu núna“. Mánaðarleiga bifreiðarinnar átti að vera 18.700 krónur og maðurinn bókaði sig þegar fyrir 24 mánaða leigu á bílnum. En degi síðar var honum tilkynnt að leigugjaldið hafi verið rangt skráð á vefsíðu hans vegna villu í kerfisuppfærslu á henni. Hafi uppgefið verð því aðeins numið 10% af leiguverði en verðið átt að vera 187.000 krónur. Maðurinn var ekki tilbúinn að sleppa takinu á þessum reifarakaupum. Í úrskurðinum er meðal annars rakið að með langtímaleigu geti menn gert samning til 12, 24 eða 36 mánaða í senn. Slíkur samningur sé óuppsegjanlegur en með langtímaleigu greiði neytandi fast verð á mánuði fyrir bifreiðina en greiði ekkert annað. Neytandi þurfi ekki að hafa áhyggjur af afskriftum af verði bifreiðar, sem sé um 15% á ári, og leigusali greiði allan kostnað við viðhald, svo sem smurningu, dekk og dekkjaskipti, bifreiðagjöld, tryggingar og almennt viðhald og viðgerðir. Úrskurðarnefndin var ekki tilbúin til að fallast á að samningurinn héldi. Eins og atvikum er háttað yrði í þessu tilviki að telja hagsmuni bílaleigunnar ríkari af því að fá samningnum hnekkt en hagsmuni mannsins af því að samningurinn héldi gildi sínu. „Vegur hér þyngst sá mikli verðmunur sem var á tilboðsverðinu og raunvirði leigunnar sem og að mistökin voru leiðrétt svo skömmu eftir bókunina. Þá verður að líta til þess að sóknaraðili hlaut að hafa a.m.k. hugboð 7 um að verðlagningin gæti verið byggð á mistökum, þótt ekki sé fallist á að hann hafi verið í vondri trú við kaupsamningsgerðina,“ segir í úrskurði þar sem kröfunni um að samningurinn héldi var hafnað. Hér að neðan má sjá úrskurðinn í heild sinni, í tengdum skjölum. Tengd skjöl úrskurður_um_díl_aldarinnarPDF129KBSækja skjal
Bílar Vistvænir bílar Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Viðskipti innlent Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Viðskipti innlent Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjá meira