Halldór Árnason þjálfari liðsins og Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, fóru yfir undirbúning Blika fyrir leikinn og við hverju megi búast í þessum leik á móti þessu sterka belgíska félagi.
Þetta er annar heimaleikur Blika og verður fjórði leikur liðsins í riðlakeppninni sem er sú fyrsta hjá íslensku karlaliði í sögunni. Jafnframt er þetta fjórtándi Evrópuleikur Breiðabliks á tímabilinu.
Þrír fyrstu leikir Blika í riðlinum hafa tapast en liðið hefur skorað tvö mörk í þeim. Mótherjinn annað kvöld er mjög sterkur en KAA Gent er á toppi riðilsins með markatöluna 8-1.
Gent vann 5-0 sigur á Blikum þegar liðin mættust í Belgíu í síðustu umferð en Belgarnir komust þá í 3-0 eftir aðeins tuttugu mínútna leik.
Þetta verður fyrsti heimaleikur Breiðabliks undir stjórn nýja þjálfara síns Halldórs Árnason. Hann talaði um leikinn við Gent og leikmannamál félagsins á fundinum. Önnur íslensk félög eru í fríi á meðan Blikar leita allra leiða til að undirbúa liðið sitt sem best fyrir þessa krefjandi leiki.
Hér fyrir neðan má horfa á blaðamannafund Blika.