Hús-næði Hjálmar Sveinsson skrifar 8. nóvember 2023 08:31 Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun