Napoli kom boltanum fyrst í netið á 32. mínútu en markið var dæmt ólöglegt af VAR dómurum leiksins vegna bakhrindingar í aðraganda þess. Atvikið svipaði mjög til þess í leik Newcastle og Arsenal sem hefur verið á milli tanna fólks á dögunum.
Napoli’s goal has been disallowed for this push.
— Paddy Power (@paddypower) November 8, 2023
Look away, Arsenal fans… pic.twitter.com/yDqAqFeYtL
Matteo Politano tók þó forystuna fyrir heimamenn skömmu síðar, Napoli ógnaði marki gestanna í sífellu allan fyrri hálfleikinn en komst ekki oftar á blað.
David Fofana jafnaði svo metin fyrir Union Berlin á 52. mínútu leiksins þegar hann fylgdi vörðu skoti Sheraldo Becker eftir. Napoli hafði áfram yfirburði í leiknum en tókst ekki að skora sigurmarkið.
Real Sociedad vann 3-1 sigur þegar liðið tók á móti Benfica í D riðlinum. Heimamenn voru komnir þremur mörkum yfir eftir aðeins 21. mínútna leik og voru nálægt því að bæta við fjórða markinu skömmu síðar en Brais Méndez skaut í stöng. Gestirnir frá Benfica fengu fín færi í leiknum og klóruðu svo í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en tókst ekki að skora fleiri.
Real Sociedad humilhando o Benfica. Adeptos do clube basco viram as costas ao jogo. Que sacode! pic.twitter.com/EqC8TkPxA2
— Porto Total (@TotalPorto) November 8, 2023
Mikil ánægja var meðal heimamanna með sigurinn. Real Sociedad fer með þessum sigri í efsta sæti riðilsins, með þrjá sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum. Benfica er taplaust í síðustu fimm leikjum sínum heima fyrir en hefur tapað öllum fjórum leikjunum í Meistaradeildinni.