Orri eftir sigur á Man Utd: Alveg klikkað sem maður var að upplifa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 09:00 Orri Steinn Óskarsson fagnar Roony Bardghji sem skoraði sigurmarkið á móti Manchester United. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson og félagar í danska liðinu FC Kaupmannahöfn unnu hádramatískan 4-3 endurkomusigur á Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Orri spilaði síðustu tuttugu mínútur leiksins eða einmitt mínúturnar þegar FCK sótti sigurinn. „Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
„Stemmningin í búningsklefanum er mjög góð. Þetta voru rosalega lokamínútur. Við nýttum okkur það vel í lokin að vera einum manni fleiri og náðum inn sigurmarkinu,“ sagði Orri Steinn Óskarsson við Runólf Trausta Þórhallsson eftir leikinn. Orri kom inn á völlinn á 70. mínútu eða mínútu eftir að Bruno Fernandes hafði komið United aftur yfir í 3-2 með marki úr vítaspyrnu. FCK fékk hins vegar frábæran stuðning frá troðfullum Parken og tókst að tryggja sér sigur með tveimur mörkum í lokin. Allt hægt á Parken „Þegar við erum á Parken þá er allt hægt. Mikilvægast var það að við sem komum inn á völlinn værum rólegir þótt við værum að lenda undir. Það skilaði okkur vel að vera rólegir og halda bara leikplaninu eins og við gerum best. Eins og þú sást þá heppnaðist það mjög vel,“ sagði Orri Steinn en getur hann lýst því með orðum hvernig sé að spila svona leik? Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik FCK og Man. United „Ég get ekki gert það svona rétt eftir leik. Einhvern tímann í framtíðinni þá mun maður geta horft til baka og séð alla þessa geðveiki sem var að gerast núna. Þetta var alveg klikkað sem maður var að upplifa núna,“ sagði Orri. Nær Orri eitthvað að læra af þessum frábæru leikmönnum sem hann er að mæta í Meistaradeildinni. Vilja spila í Meistaradeildinni eftir jól „Auðvitað er maður að fylgjast með þeim og hvað þeir eru að gera. Ég vill verða betri sem leikmaður og þetta eru leikmenn í heimsklassa. Ég vil verða jafngóður og þeir en auðvitað þarf ég líka að vera með fókus á okkur og fókus á mér,“ sagði Orri. FCK komst upp í annað sætið í riðlinum með þessum sigri en hverjir eru möguleikarnir á því að komast áfram í sextán liða úrslitin? „Við erum alla vega komnir með fjögur stig og við viljum spila í Meistaradeildinni eftir jól, Mér finnst við eiga fulla möguleika á því. Næsti leikur er bara Bayern München og við tökum hann hundrað prósent,“ sagði Orri. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Orra eftir sigur á Manchester United
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Ótrúleg endurkoma í hádramatískum leik FC Kaupmannahöfn vann 4-3 sigur á Manchester United í hádramatískum leik þar sem rautt spjald leit dagsins ljós. United komst tapaði niður tveggja marka forystu eftir að hafa lent manni undir, komst aftur yfir en heimamenn skoruðu tvívegis undir lokin og sóttu sigurinn. 8. nóvember 2023 22:00