Biðja Unni Eddu afsökunar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 07:00 Unnur Edda vonar að reynslusaga hennar geti nýst í baráttunni gegn einelti. Vísir/Vilhelm „Þetta gefur manni svolítinn auka kraft til að halda áfram baráttunni við þetta ljóta mein sem einelti kann að skilja eftir í sálinni manns,“ segir Unnur Edda Björnsdóttir. Hún steig fram í viðtali á Vísi síðastliðinn miðvikudag og greindi frá hrottalegu einelti sem hún varð fyrir í grunn- og framhaldsskóla. Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“ Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira
Í viðtalinu rifjaði Unnur meðal annars upp að á meðan hún stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi hún ítrekað orðið fyrir grófu einelti og áreiti af hálfu samnemenda sinna. Viðbrögð skólastjórnenda voru þau að kenna Unni um ofbeldið. Eineltið leiddi til þess að Unnur flosnaði upp úr námi og átti hún ekki eftir að setjast aftur á skólabekk fyrr en 16 árum síðar. Í kjölfar þess að viðtalið birtist á Vísi fékk Unnur sendan tölvupóst frá Olgu Lísu Garðarsdóttur, skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í bréfinu biðst Olga Lísa afsökunar á framferði fyrrverandi nemenda og starfsfólks FSu veturinn 2005-2006. „Það var erfitt að lesa frásögn þína af því einelti og framkomu sem þú máttir þola. Ég dáist styrk þínum að tjá þig um málið og vona innilega að sem flestir af gerendum eineltisins lesi viðtalið og iðrist hegðunar sinnar.“ segir meðal annars í bréfinu. Hefur fengið ótal skilaboð Í samtali við Vísi segir Unnur að viðbrögðin við viðtalinu hafi farið framúr öllum hennar væntingum. „Athugasemdirnar sem ég fékk bæði á fréttina og í einkaskilaboðum voru öll falleg og gáfu mér mikið,“ segir hún. Aðspurð segir að hún enn sem komið er hafi enginn af gerendunum úr FSu haft samband en hins vegar hafi hún fengið skilaboð frá nokkrum af fyrrum samnemendum sem á sínum tíma horfðu upp á eineltið án þess að grípa inn í. „Ég fékk skilaboð frá fólki úr öllum áttum. Ég var svo meyr yfir því að fá hjartnæm skilaboð frá fólki sem þekkir mig ekki neitt og einnig fólki úr öllum áttum úr lífi mínu. Margir sem að ég eyddi tíma með í FSu og í Stykkishólmi, bæði nemendur og kennarar.“ Unnur Edda hefur fengið fjölmörg skilaboð úr öllum áttum eftir að viðtalið birtist.Vísir/Vilhelm Hún segist gífurlega ánægð með viðbrögð skólameistara FSu. „Ég varð ótrúlega meyr og mjúk eftir skilaboðin þar sem að hún bað mig innilegrar afsökunar á meðferðinni sem ég mátti þola á þeim tíma sem ég sótti nám í skólanum. Hún baðst því afsökunar fyrir hönd fyrrum starfsfólks og nemenda FSu. Ég hef alltaf ætlað mér að nota reynsluna mína til góðs og mér finnst þessi viðbrögð sem ég hef fengið veitt mér þann vettvang til þess. Ég hef fengið ótal skilaboð sem tengjast einnig því að fólk sjái ljósið þegar það veit að ég hef rifið mig upp úr því ofbeldi sem ég lenti í og það gefur mér svo bjarta von að hlutirnir gætu breyst fyrir einhvern þarna úti. Ég veit það eru margir þarna úti sem hafa verið beitt þessu ljóta ofbeldi sem að einelti er og ég vona að ég hafi ýtt fleirum til að opna sig hvort sem það er við náinn einstakling eða á opinberum vettvangi.“
Skóla - og menntamál Reykjavík Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Bókaþjófurinn stal verkunum þeirra: Harðskeyttur þjófur sem kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Sjá meira