Sundhnúkasprungan sögð hættulegust fyrir Grindavík Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2023 21:51 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur bendir á Sundhnúkasprunguna í viðtali í janúar 2020 þegar land reis fyrst við Þorbjörn. Friðrik Þór Halldórsson Augu vísindamanna, almannavarna sem og almennings, ekki síst íbúa Suðurnesja, beinast núna að gígaröð og sprungu sem kennd eru við Sundhnúka norðaustan Grindavíkur. Frá því óvissustigi var lýst yfir fyrir hálfum mánuði hefur öll athyglin verið á svæðinu norðvestan við fjallið Þorbjörn og þar með Svartsengi og Bláa lóninu. Kastljósið færðist hins vegar í dag að Sundhnúkasvæðinu eftir að áköf skjálftahrina hófst þar í morgun, austan við fjallið Sýlingarfell. Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér: Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Í tilkynningu frá almannavörnum laust fyrir klukkan 21 í kvöld segir að skýr merki komi nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn séu mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. Frá því hræringarnar á Reykjanesi hófust fyrir nærri fjórum árum hefur athygli áður verið vakin á Sundhnúkasprungunni. Það gerðist strax í fyrsta stóra atburðinum þegar land reis á svæðinu norðvestan Grindavíkur, milli Eldvarpa og Þorbjarnar, í ársbyrjun 2020. Séð yfir Grindavík. Örin fyrir miðri mynd bendir á gígaröðina sem kennd er við Sundhnúka. Svartsengi og fjallið Þorbjörn lengst til vinstri.Vilhelm Gunnarsson Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur fór þá yfir það í frétt Stöðvar 2 hvar hann teldi líklegast að gossprunga myndi opnast, ef það á annað borð kæmi til eldgoss. Hann taldi þá langlíklegast að gossprunga myndi liggja í stefnu suðvestur-norðaustur út frá safnsvæði kvikunnar norðvestan Þorbjarnar. Páll varpaði hins vegar einnig fram þeim möguleika að Sundhnúkasprungan austan Þorbjarnar myndi gjósa. Það sagði hann verstu stöðuna fyrir Grindavík. Sundhnúkasprungan væri hættulegust þar sem hún lægi beinlínis inn í bæjarmörkin í Grindavík. Viðtalið við Pál frá því í janúar 2020 má sjá hér: Veðurstofan sagði í tilkynningu klukkan 19 í kvöld að skjálftavirknin sem nú mældist við Sundhnjúkagíga einskorðaðist við svæði sem væri um þrjá kílómetra norðaustur af Grindavík. Grynnstu skjálftarnir sem nú mældust væru á um þriggja til þriggja og hálfs kílómetra dýpi. Veðurstofan tók fram að ef gossprunga kæmi upp þar sem skjálftavirknin væri hvað mest núna myndi hraun renna til suðausturs og til vesturs en ekki í átt til Grindavíkur. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, lýsti sama mati í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að ef gos „yrði þar sem skjálftavirknin hefur verið mest þá myndi hraun sem þar kæmi upp ekki renna beint á Grindavík heldur til suðausturs, sem sagt í átt frá Grindavík og svo með tímanum niður í átt að Svartsengi, framhjá Sýlingarfelli. Þannig ef það kemur til goss þá er þetta ekki versti staðurinn, en við vitum náttúrlega ekkert hver þróunin verður,“ sagði Magnús Tumi í viðtali í kvöld sem sjá má hér:
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Auknar líkur á eldgosi Skýr merki koma nú fram á mælum Veðurstofu um myndun kvikugangs til yfirborðs. Enn eru mestar líkur á að kvika komi upp norðan vatnaskila við Sundhnúka og hraun muni því ekki renna til Grindavíkur í samræmi við hraunflæðilíkan sem keyrt var fyrr í kvöld. 10. nóvember 2023 21:02
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?